Innlent

60 ungmenni veðurteppt hjá Víðigerði

Hannes segir að krakkarnir séu í miklu stuði þrátt fyrir að vera veðurteppt.
Hannes segir að krakkarnir séu í miklu stuði þrátt fyrir að vera veðurteppt.
„Við erum búin að koma okkur vel fyrir í rútunni hjá Víðigerði og erum bara að bíða eftir því að veðrið gangi yfir,“ segir Hannes Ingi Geirsson blakþjálfari Stjörnunnar, en hann er veðurtepptur fyrir norðan ásamt 70 manna hóp, þar af sextíu ungmennum.

„Við vorum að keppa á Íslandsmóti í blaki á Akureyri, lið frá Stjörnunni og HK, og bílstjórinn tók bara þá ákvörðun að bíða hér,“ segir Hannes, en lagt var af stað frá Akureyri um klukkan tvö í dag.

Hann segir að búið sé að hafa samband við foreldra og láta vita af ástandinu. „Krakkarnir líta bara á þetta sem ævintýri. Við erum með fullt af bíómyndum og hér reyna bara allir að finna sér eitthvað að gera. Við reynum svo að komast í Staðarskála sem fyrst.“

Uppfært kl. 19.45Hópurinn er kominn í Staðarskála þar sem verið er að gæða sér á kvöldmat. Fararstjorar munu í kjölfarið taka ákvörðun um hvort ferðinni verði haldið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×