Fleiri fréttir

Obama ókátur með republikana

Enn ríkir pattstaða í Washington höfuðborg Bandaríkjanna þar sem sem stjórnmálamenn takast á um nýjar sjúkratryggingar.

Framtíð náttúrusýningar í Perlunni í höndum Alþingis

Stofnframlag ríkisins að upphæð 400 milljónir króna til að setja upp grunnsýningu Náttúruminjasafns Íslands (NMSÍ) í Perlunni er fellt niður í frumvarpi til fjárlaga næsta árs. Ráðherra segir framhald málsins ráðast af því hvort Alþingi staðfestir leigusamning ríkis og borgar á Perlunni.

Raunhækkun framleiðslustyrkja sögð 30 milljónir

Skuldbindandi samningar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hljóða upp á 12,8 milljarða króna samkvæmt nýbirtu fjárlagafrumvarpi. Þar vega framleiðslustyrkir landbúnaðarins þyngst – 11,8 milljarðar.

PCC reisir kísilver á Bakka

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í gær fyrir hönd íslenska ríkisins fjárfestingarsamning við þýska félagið PCC vegna byggingar og reksturs kísilvers á Bakka við Húsavík.

Stærsti skjálftinn til þessa í Eyjafirði

Jarðskjálfti að stærðinni 3,8 varð rétt fyrir kl. 20 í kvöld fyrir mynni Eyjafjarðar. Upptök skjálftans urðu á sömu sprungu og hefur verið virk síðan 25. september.

Á þriðja hundrað mótmæltu á Austurvelli

Vel á þriðja hundrað manns komu saman á Austurvelli til að mótmæla meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti setningaræðu sína á Alþingi í kvöld. Mótmælin fóru friðsamlega fram.

„Betri skuldastaða forgangsmál“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að betri skuldastaða ríkissjóðs væri forgangsmál. Augljóst sé að það þurfi aukið fjármagn til verkefna á heilbrigðissviðinu en einnig að ríkissjóður sé fær um veita viðnám við möguleum sveiflum í hagkerfinu.

Segir stjórnina skorta framtíðarsýn

Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðhera á Alþingi í kvöld að ríkisstjórnina skorti framtíðarstefnu.

"Útópía sem minnir á útvatnaða Fjölnismennsku“

Katrín sagði að það hefði verið áhugavert að hlusta á ræðu Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem hefði verið á rómantísku nótunum og talað um að hér byggi ein þjóð í einu landi.

Læknar reyna að halda aðstandendum frá

"Aðstandendur eru óttalegur vandræðahópur en það eru þeir sem standa sjúklingnum næst og af fenginni reynslu hvet ég fólk til að berjast fyrir því að upplýsingum sé ekki haldið frá þeim, sem læknar hafa tilhneygingu til að gera.“

Endalokin nálgast hjá embætti sérstaks saksóknara

Framlög til sérstaks saksóknara verða skorin niður um 700 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Gert er ráð fyrir að það dragi verulega úr starfsemi embættisins á árinu 2014. Útgjöld til annarra löggæslustofnana eru hins vegar aukin.

Ætla að fjölga leiguíbúðum mikið á næstunni

Íbúðabyggingar eru að taka við sér eftir algjört frost. Þetta segir Dagur B Eggertsson, formaður Borgarráðs. Mörg stór verkefni koma til framkvæmda á næstunni þar sem áhersla verður lögð á uppbyggingu leiguíbúða og hótela.

Transmanni hjálpað að deyja af belgískum læknum

Belgískir læknar aðstoðu transmann að binda enda á líf sitt eftir að nokkrar aðgerðir til kynleiðréttingar gengu ekki eftir. Nathan Verhelst fæddist sem kona en undirgekkst nokkrar aðgerðir í von um að breyta kyni sínu yfir í karlkyn.

Stefán Logi áfram í gæsluvarðhaldi

Stefán Logi Sívarsson og Davíð Freyr Magnússon, voru úrskurðaðir í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Fimm stjörnu hótel rís við Hörpu

Stefnt er að því að fimm stjörnu hótel rísi við Hörpu. "Það er loksins verið að klára samning um sölu á lóðinni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi.

Foreldrar veita afslátt á öryggi barna í hagræðingaskyni

"Það hefur færst í vöxt að foreldrar taki sig saman og skiptist á að aka börnum sínum og hvers annars í tómstundir. Í þannig tilvikum sé tilhneiging til þess að gefa "afslátt“ af öryggiskröfum og ekki öll börnin sitja á þar til gerðum púðum.“

Bandaríkjamenn feitastir, Hollendingar stærstir

Bandarískir karlmenn eru þeir feitustu í heiminum og hollenskir karlar eru þeir hæstu, samkvæmt listamanninum Nickolay Lamm sem hefur rannsakað líkamsstærðir karla í Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi og Hollandi.

Alþjóðlegt skákmót í Reykjavík

Ilklugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra lék upphafsleikinn í fyrsta Stórmeistaramóti Taflfélags Reykjavíkur sem hófst í gær.

Verður hægt að hakka sig inn í mannsheila?

Myndirðu vilja láta hakka heilann á þér ef það væri hægt? Í myndbandinu við fréttina er því lýst hvernig hægt sé að hakka sig inn í heila fólks og annarra lífvera.

Alvarlegt mál þegar gæðum námsins er ógnað

Stúdentaráð fundaði í gærkvöldi vegna fyrirhugaðrar lækkunar framlags ríkisins til Háskóla Íslands og hækkun skrásetningargjalda. Formaður Stúdentaráðs segir málið grafalvarlegt.

Berlusconi hafði ekki sitt fram

Stjórn Enrico Letta stóðst atlögu á ítalska þinginu og heldur þingmeirihluta. Berlusconi ætlar að styðja stjórnina áfram.

Eldað eftir stuttmyndum

Boðið verður upp á sjónræna matarveislu á veitingastaðnum Borg í kvöld, en viðburðurinn er hluti af dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Sýndar verða fimm stuttmyndir með hverri þeirra munu kokkar Borgarinnar, undir forystu matreiðslumannsins Völla Snæs, framreiða rétti sem ætlað er að fanga stemningu hverrar myndar.

Glæpagengi fljúga ódýrt til Evrópu

Rúmensk glæpagengi herja á evrópskar borgir með því að taka flug með lággjaldaflugfélögum til borganna þar sem þau fremja glæpi áður en þau snúa aftur heim "rétt í tíma fyrir kaffið.“

Réttað yfir vesturbæjarníðingi

Aðalmeðferð yfir manninum, sem tók tæplega ellefu ára gamla stúlku upp í bíl og braut á henni kynferðislega, hófst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Bless, blæju Benz G-lander!

Framleiðslu á lengri gerð bílsins með hörðum topp verður ótrautt haldið áfram, a.m.k. til 2019.

Sjá næstu 50 fréttir