Innlent

„Betri skuldastaða forgangsmál“

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Valli
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að betri skuldastaða ríkissjóðs væri forgangsmál. Augljóst sé að það þurfi aukið fjármagn til verkefna á heilbrigðissviðinu en einnig að ríkissjóður sé fær um veita viðnám við möguleum sveiflum í hagkerfinu.



„Það blasir við að hefðum við ekki greitt niður skuldir á árunum fyrir hrun - og inn á lífeyrisskuldbindingar - hefðu aðstæður hér orðið allt aðrar við fall bankanna. Lítið skuldsettur ríkissjóður á þeim tíma gat tekist á við erfiðleika með allt öðrum hætti en ef við hefðum verið skuldum hlaðin,“ sagði Bjarni í kvöld.

Hann er ánægður með að hafa geta uppfyllt loforð um skattalækkanir í nýja fjárlagafrumvarpinu. „Við stígum fyrstu skrefin með fjárlagafrumvarpinu til að uppfylla loforð okkar um skattalækkanir og ég er afar ánægður með að geta stigið þessi skref eftir áralanga framhaldssögu síðustu ríkisstjórnar um skattahækkanir á hækkanir ofan.“



„Það er það sem skiptir svo miklu þegar erfiðleikar steðja að, að missa ekki sjónar af hinu góða í kringum okkur og möguleikunum fram undan. Þessari sýn höfum við haldið og hægt og bítandi vinnum við okkur í átt að markmiðum okkar. Um leið og við náum þeim setjum við okkur ný, vegna þess að við erum samfélag sem vill sækja fram, verða betra og gera betur.“





















Fleiri fréttir

Sjá meira


×