Háskóli Íslands bætir stöðu sína á lista bestu háskóla heims Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. október 2013 22:21 Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Mynd/Samsett Háskóli Íslands fer upp um 20 sæti á milli ára á lista yfir bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education World University Rankings sem birtur var fyrr í kvöld. HÍ er í sæti 251 til 275 af 17 þúsund háskólum sem starfandi eru í heiminum. Þetta er þriðja árið í röð sem Háskóli Íslands er á listanum yfir bestu háskóla heims. „Það eru auðvitað einstök gleðitíðindi fyrir starfsfólk, stúdenta, samstarfsaðila skólans og íslenskt atvinnulíf og samfélag að eiga háskóla á þessum eftirsótta lista þriðja árið í röð. Baráttan um að halda stöðu á listanum er gríðarlega hörð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. „Það er til marks um metnað og einbeittan vilja starfsfólks að þessi árangur hefur náðst á erfiðum tímum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þennan árangur má að hluta rekja til vinnu sem fram fór á árunum fyrir efnahagshrunið. Flestir skólar sem við keppum við eru í löndum þar sem fjárframlög hafa verið aukin markvisst til að styrkja samkeppnishæfni viðkomandi ríkja. Hér þarf að snúa hratt við þeirri þróun sem verið hefur frá hruni og birst hefur í stöðugum niðurskurði fjárframlaga til háskólastarfsins. Það er nauðsynlegt til að við getum staðið vörð um árangur skólans og tryggt að hann geti áfram lagt af mörkum til þekkingarsköpunar í nýjum og eldri atvinnugreinum. Á því byggist framtíðarhagvöxtur á Íslandi.“ Listi Times Higher Education tilgreinir 400 bestu háskólana af þeim 17.000 háskólum sem eru starfandi í heiminum. Háskóli Íslands komst í fyrsta sinn á listann á aldarafmæli skólans 2011 og færðist skólinn upp um heilan flokk á listanum í fyrra. Hann er nú í sama gæðaflokki og þá, en nákvæm staða háskólans á lista yfir þá bestu verður birt á næstu dögum. Háskólinn var í 271. sæti í fyrra.Rannsóknir á alþjóðlegum vettvangi ræður mestu Listinn byggist á ítarlegu mati á gæðum háskóla og er horft til fjölmargra þátta. Þar ber helst að nefna rannsóknastarf, kennslu, námsumhverfi og áhrif á alþjóðlegum vettvangi. Rannsóknir eru metnar á grundvelli fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og gæði þeirra eru mæld með fjölda tilvitnana. Sá þáttur sem ræður mestu um þessa sterku stöðu háskólans eru áhrif rannsókna hans á alþjóðlegum vettvangi. „Mjög mikilvægur þáttur í árangri Háskóla Íslands, eins og annarra háskóla á listanum, er öflugt samstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Þyngst á metum vegna matsins fyrir Háskóla Íslands er samstarf við Landspítala, Íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd og aðrar rannsóknastofnanir. Þessir sterku samstarfsaðilar mynda með háskólanum gífurlega öflugt þekkingarnet,“ segir Kristín. Kristín segir jafnframt að þessi staða Háskóla Íslands á lista Times Higher Education opni skólanum fjölmörg tækifæri og laði að nýja samstarfsaðila. „Um þessar mundir eru að hefjast framkvæmdir við uppbyggingu Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í samvinnu við öfluga alþjóðlega og innlenda samstarfsaðila. Slík uppbygging mun án efa fela í sér fjölmörg ný tækifæri fyrir vísindamenn og nemendur Háskóla Íslands.“ Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Háskóli Íslands fer upp um 20 sæti á milli ára á lista yfir bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education World University Rankings sem birtur var fyrr í kvöld. HÍ er í sæti 251 til 275 af 17 þúsund háskólum sem starfandi eru í heiminum. Þetta er þriðja árið í röð sem Háskóli Íslands er á listanum yfir bestu háskóla heims. „Það eru auðvitað einstök gleðitíðindi fyrir starfsfólk, stúdenta, samstarfsaðila skólans og íslenskt atvinnulíf og samfélag að eiga háskóla á þessum eftirsótta lista þriðja árið í röð. Baráttan um að halda stöðu á listanum er gríðarlega hörð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. „Það er til marks um metnað og einbeittan vilja starfsfólks að þessi árangur hefur náðst á erfiðum tímum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þennan árangur má að hluta rekja til vinnu sem fram fór á árunum fyrir efnahagshrunið. Flestir skólar sem við keppum við eru í löndum þar sem fjárframlög hafa verið aukin markvisst til að styrkja samkeppnishæfni viðkomandi ríkja. Hér þarf að snúa hratt við þeirri þróun sem verið hefur frá hruni og birst hefur í stöðugum niðurskurði fjárframlaga til háskólastarfsins. Það er nauðsynlegt til að við getum staðið vörð um árangur skólans og tryggt að hann geti áfram lagt af mörkum til þekkingarsköpunar í nýjum og eldri atvinnugreinum. Á því byggist framtíðarhagvöxtur á Íslandi.“ Listi Times Higher Education tilgreinir 400 bestu háskólana af þeim 17.000 háskólum sem eru starfandi í heiminum. Háskóli Íslands komst í fyrsta sinn á listann á aldarafmæli skólans 2011 og færðist skólinn upp um heilan flokk á listanum í fyrra. Hann er nú í sama gæðaflokki og þá, en nákvæm staða háskólans á lista yfir þá bestu verður birt á næstu dögum. Háskólinn var í 271. sæti í fyrra.Rannsóknir á alþjóðlegum vettvangi ræður mestu Listinn byggist á ítarlegu mati á gæðum háskóla og er horft til fjölmargra þátta. Þar ber helst að nefna rannsóknastarf, kennslu, námsumhverfi og áhrif á alþjóðlegum vettvangi. Rannsóknir eru metnar á grundvelli fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og gæði þeirra eru mæld með fjölda tilvitnana. Sá þáttur sem ræður mestu um þessa sterku stöðu háskólans eru áhrif rannsókna hans á alþjóðlegum vettvangi. „Mjög mikilvægur þáttur í árangri Háskóla Íslands, eins og annarra háskóla á listanum, er öflugt samstarf við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Þyngst á metum vegna matsins fyrir Háskóla Íslands er samstarf við Landspítala, Íslenska erfðagreiningu, Hjartavernd og aðrar rannsóknastofnanir. Þessir sterku samstarfsaðilar mynda með háskólanum gífurlega öflugt þekkingarnet,“ segir Kristín. Kristín segir jafnframt að þessi staða Háskóla Íslands á lista Times Higher Education opni skólanum fjölmörg tækifæri og laði að nýja samstarfsaðila. „Um þessar mundir eru að hefjast framkvæmdir við uppbyggingu Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í samvinnu við öfluga alþjóðlega og innlenda samstarfsaðila. Slík uppbygging mun án efa fela í sér fjölmörg ný tækifæri fyrir vísindamenn og nemendur Háskóla Íslands.“
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira