Innlent

Stærsti skjálftinn til þessa í Eyjafirði

Mynd/Veðurstofa Íslands
Jarðskjálfti að stærðinni 3,8 varð rétt fyrir kl. 20 í kvöld fyrir mynni Eyjafjarðar. Upptök skjálftans urðu á sömu sprungu og hefur verið virk síðan 25. september. Hundruð skjálftar hafa mælst síðustu daga en skjálftinn í kvöld er sá sterkasti til þessa.

Skjálftinn fannst vel á Dalvík, Ólafsfirði og á Siglufirði. Felstir skjálftanna til þessa hafa verið á bilinu 1-3 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×