Innlent

Stefnuræða forsætisráðherra í beinni á Vísi

Heimir Már Pétursson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flytur stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í kvöld og eftir það fara fram umræður um hana sem sjónvarpað verður beint á Vísi. Umræðan hefst klukkan 19:40 og skiptist í þrjár umferðir.

Forsætisráðherra hefur 20 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 12 mínútur í fyrstu umferð, í annarri umferð hafa þingflokkarnir 6 mínútur en í þeirri þriðju 5 mínútur hver þingflokkur.

Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi: Framsóknarflokkur, Samfylkingin, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Píratar.

Útsendingin hefst klukkan 19.30 og stendur til 22.30.

Í fyrstu umferð verða ræðumenn þessir:

1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki

2. Árni Páll Árnason, Samfylkingunni

3. Katrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum

4. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki

5. Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð

6. Birgitta Jónsdóttir, Pírötum

Í annarri umferð verða ræðumenn þessir:

1. Líneik Ana Sævarsdóttir, Framsóknarflokki

2. Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingunni

3. Árni Þór Sigurðsson, Vinstri grænum

4. Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki

5. Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð

6. Jón Þór Ólafsson, Pírötum

Í þriðju umferð verða ræðumenn þessir:

1. Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki

2. Helgi Hjörvar, Samfylkingunni

3. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum

4. Ragnheiður E. Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki

5. Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð

6. Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×