Innlent

Fimm stjörnu hótel rís við Hörpu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Stefnt er að því að fimm stjörnu hótel rísi við Hörpu. „Það er loksins verið að klára samning um sölu á lóðinni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi. „Á næstu vikum mun það skýrast hvaða rekstraraðilar koma að.“

Það verða annað hvort  Marriott eða W sem er hluti Starwood-keðjunni, sem munu koma til með að reka hótelið að sögn Dags.

Hann segir að hótelið muni geta nýtt sér Hörpu fyrir ráðstefnuhalds og býst við fjölda ráðstefnugesta. Hann segir að hótelið muni bæta nýrri vídd inn í ferðaþjónustu í borginni. „Við fáum ferðamenn sem eru tilbúnir að borga hærra verð en aðrir.“

Það er blanda af íslenskum og erlendum aðilum sem koma að uppbyggingunni.  „Það er tvímælalaust jákvætt að fá þessa erlendu aðila inn á svið ráðstefnu og hótelhalds, það skiptir máli að hafa þekkt vörumerki. Þegar Nordica varð Hilton voru mjög jákvæðar breytingar. Þannig að fimm stjörnu hótel undir þekktu vöruheiti getur skipt gríðarlegu máli,“ segir Dagur.

Gengið á ýmsu í því ferli, en loksins verið að klára samning um sölu á lóðinni, það þýðir að viðeigum von á því hvaða rekstaraðili komi að.

„Þetta er bara eitt af mörgum jákvæðum merkjum sem við sjáum í uppbyggingu fjárfesta í Reykjavík og við erum að vinna með þróunarfélögum að uppbyggingu mjög víða í borginni. Við búumst við mikilli og aukinni uppbyggingu í Reykjavík á næstu tveimur til þremur árum,“ segir Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×