Innlent

Segir stjórnina skorta framtíðarsýn

Valur Grettisson skrifar
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Myndin er úr safni.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Myndin er úr safni. Mynd/GVA
Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðhera á Alþingi í kvöld að ríkisstjórnina skorti framtíðarstefnu.

Þá sagði Birgitta að Píratar muni meðal annars flytja þingsályktun um meðferð á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár.

Eins munu Píratar beita sér fyrir því að „afglæpavæða“ fíkniefnamisnotkun eins og það var orðað í ræðu Birgittu. Píratar munu einnig endurskoða lög um mannanafnanefnd auk þess mun flokkurinn beita sér fyrir heildarendurskoðun á höfundarrétti.

Birgitta sagði að Píratar munu alltaf hafa málefnin að leiðarljósi og munum þingmenn flokksins vinna jafnt með minni- eða meirihluta útfrá málefnum þeim sem tengjast þeirri stefnu sem Píratar voru kjörnir á þing til að koma í verk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×