Innlent

Fíkniefnafnykurinn leyndi sér ekki

Gunnar Valþórsson skrifar
Gaus þá upp mikil kannabislykt.
Gaus þá upp mikil kannabislykt.
Lögreglan gerði upptæk fíkniefni í íbúð í Breiðholti í gærkvöldi.

Efnin uppgötvuðust á þann hátt að lögreglumenn voru kallaðir að fjölbýlishúsi í hverfinu vegna mikils hávaða frá einni íbúðinni. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að um par var að ræða sem stóð í heiftarlegu rifrildi. Þegar fólkið opnaði fyrir lögreglumönnunum gaus síðan upp mikil kannabislykt sem leiddi til þess að þeir fundu fíkniefni á heimili parsins. Málið var afgreitt á vettvangi.

Þá komu upp fjögur aðskilin fíkniefnamál af smærri gerðinni í Hafnarfirði á rúmum klukkutíma í gær, sem lögregla telur til tíðinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×