Innlent

"Útópía sem minnir á útvatnaða Fjölnismennsku“

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Mynd/Valli
Almenningur horfði á útgerðarmenn í stærstu útgerðum landsins greiða sér hundruð milljóna í arð í kjölfarið. Ríkisstjórninni þótti þó ekki nóg að gert fyrir stóreignafólk og hefur boðað að auðlegðarskatturinn verði ekki framlengdur og falli niður árið 2015,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna á Alþingi í kvöld.

Katrín sagði að það hefði verið áhugavert að hlusta á ræðu Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem hefði verið á rómantísku nótunum og talað um að hér byggi ein þjóð í einu landi. „Er þetta kannski framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar? Er heimurinn ekki stærri en Ísland? Ungt fólk hér á landi kallar eftir raunsærri og nútímalegri framtíðarsýn þar sem heimurinn allur er undir, þar sem hægt er að mennta sig, rannsaka og skapa eitthvað nýtt og vinna með fólki hvaðanæva úr heiminum – ég fann ekki þá framtíðarsýn í þessari útópíu sem minnir meira á útvatnaða Fjölnismennsku.“

Katrín gagnrýndi Sigmund Davíð fyrir að minnast lítið sem ekkert á umhverfismál í stefnuræðu sinni. „Ekki orð um loftslagsmálin og nýjustu skýrslur í þeim efnum nema að versnandi aðstæður til matvælaframleiðslu í heiminum skapi okkur tækifæri; ekki orð um sjálfbæra þróun og hvernig við getum í raun og veru tekið forystu og verið fyrirmynd á alþjóðavettvangi – við gerum það ekki með raupi um jarðarber ræktuð með jarðhita heldur með raunverulegum aðgerðum, orkuskiptum í samgöngum og réttarbótum í náttúruvernd, ekki afturkalli,“ sagði Katrín.

„Og ég hjó líka eftir því að hæstvirtur forsætisráðherra ræddi enn og aftur skuldamál heimilanna og nefndarstörf á þeim vettvangi – það sem vakti athygli mina í gær þegar ég hlustaði á hæstvirtan fjármálaráðherra í Kastljósi Ríkisútvarpsins aðspurðan um aðgerðir í skuldamálum; þá sagði hann að uppi væri vangaveltur um að nýta svigrúm við losun hafta í almennar skuldalækkanir. Ég sem hélt að þau mál hefðu verið forsenda nýrrar ríkisstjórnar í vor. Kannski er ástæða til að ræða þann forsendubrest nánar. Það er ekki nema von að þegar landsmenn heimsækja lénið misskilningur.is birtist ríkisstjórn Íslands.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×