Fleiri fréttir

Andskotinn ekki með lögheimili í Brussel

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað ráðherranefnd fyrstu tillögum sínum. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir liggja fyrir hagræðingarhópnum að koma með tillögur um tugmilljarða niðurskurð í ríkisrekstrinum á næstu árum.

Bjórmessa í Laugardalnum

Bjór- og skemmtanaþyrstir ættu að leggja leið sína í Laugardal um helgina því Októberfest verður haldið þar í fyrsta skipti í sögunni. Þá verður bjórmessa á laugardagskvöld í tjaldinu sem er komið upp.

Stúlkurnar komnar í skóla

Stúlkurnar sem fluttar voru með einkaflugvél frá Danmörku til Íslands í forræðisdeilu á milli föður og móður eru allar komnar í skóla hér á landi.

Kennarar sprengdu Iðnó utan af sér

Troðfullt var út úr dyrum á baráttufundi grunnskólakennara í Iðnó í gærkvöldi. Færri komust inn í húsið en vildu og stóð fjöldi fólks fyrir utan húsið á meðan á fundinum stóð.

Efnaminna fólk neitar sér um tannlæknaþjónustu

Um nítján prósent fólks í lægri tekjuhópum samfélagsins hafa neitað sér um tannlækningar vegna kostnaðar. Varaformaður Tannlæknafélagsins spyr hvort tannlækningar séu aðeins fyrir þá ríku.

„Saga fátæks fólks á Íslandi er skelfileg“

Fjölskylduhjálp þarf að vísa fólki frá. Formaður Fjölskylduhjálpar segir ástandið vera hrikalegt og að stjórnvöld sýni fullkomið áhugaleysi á störfum samtakanna. Tekið verður á móti beiðnum um jólaaðstoð frá og með 1. október.

Enginn látist vegna geitungabits

Skordýrafræðingur segir að engin dauðsföll hafi orðið hér á landi vegna geitungabita, en tuttugu og átta eru látnir og hundruð leitað á spítala vegna geitungaárása í Kína að undanförnu.

Slösuðust eftir fall

Tvö slys urðu í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, þar sem menn slösuðust eftir að hafa fallið úr talsverðri hæð.

Átján ára á ofsahraða

Lögreglan á Suðurnesjum kærði sex ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunni á Suðurnesjum.

Fjölbýlishús hrundi í Múmbaí

Að minnsta kosti tuttugu og fimm eru fastir undir rústum byggingar sem hrundi til grunna í Múmbaí á Indlandi í morgun.

Vilja klára aðildarviðræður og kjósa

Vinnumarkaðssamtök gera eigin úttekt á stöðu viðræðna við ESB ef ríkisstjórnin vill ekki samstarf. Tala ekki fyrir hönd allra félagsmanna, segir forsætisráðherra.

Féllust á tillögu Sameinuðu þjóðanna

Bandaríkjamenn og Rússar náðu seint í gær að höggva á erfiðan hnút í Sýrlandsdeilunni og féllust á tillögu Sameinuðu þjóðanna, sem felur það í sér að Sýrland afhendi efnavopn sín án þess að þeim sé hótað hernaðaríhlutun, jafnvel þó ekki takist að uppfylla skilyrðin.

Sækja lækna frá útlöndum

Vegna viðvarandi læknaskorts á Landspítalanum verður leitað til erlendra lækna til að fylla í skarðið. Um 200 lækna vantar til starfa hérlendis. Landlæknir segir það ekki lögmál að hér starfi aðeins íslenskir læknar.

Ein milljón barna aftur í skóla

Liður í umfangsmiklu starfi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Sýrlandi er verkefni sem miðar að því að koma 1 milljón barna aftur í skóla, að sögn Sigríðar Víðis Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa UNICEF á Íslandi.

Leiðbeinendur í flotgalla en börnin ekki

Foreldri barns á fermingaraldri gerði athugasemdir við æfingu björgunarsveitarinnar í Þorlákshöfn. Börnin stukku ofan í sjó án flotgalla en leiðbeinendurnir voru í galla. Þrettán ára stúlka gleypti sjó og átti erfitt með andardrátt.

Undrandi á ræðu um lífrænan iðnað

Forsvarsmenn í lífrænni matvælaframleiðslu eru undrandi á ræðu landbúnaðarráðherra á fundi um möguleika íslenskra afurða á Bandaríkjamarkaði. Fulltrúar lífræns iðnaðar segist mæta litlum skilningi stjórnvalda hér á landi.

Nýjum metanbílum fækkar um helming

Á fyrstu átta mánuðum ársins dró bæði úr nýskráningum metanbíla og fjölda bíla sem var breytt. Starfsmaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir ástæðuna meðal annars fólgna í breytingum sem gerðar voru á vörugjöldum bifreiða árið 2011.

Sjá næstu 50 fréttir