Leiðbeinendur í flotgalla en börnin ekki Valur Grettisson skrifar 27. september 2013 07:00 Þorlákshöfn Krakkarnir stukku út í sjóinn á þriðjudaginn var. Fréttablaðið/GVA Hörður Már Harðarson „Þetta er umhugsunarvert auðvitað,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn lét börn á fermingaraldri stökkva ofan í höfnina án þess að klæða þau í flotbúninga. Um æfingu var að ræða á svokölluðu strumpanámskeiði fyrir unglinga sem vilja komast í björgunarsveitina. Tilgangur æfingarinnar var sá að leyfa börnunum að finna fyrir kulda sjávar en börnin stukku ofan í sjóinn á þriðjudagskvöldið var. Niðurstaðan varð þó sú að eitt barnið, þrettán ára stúlka, gleypti sjó og átti erfitt með andardrátt vegna kuldans. Stúlkunni var ekið til foreldra sinna eftir atvikið en henni varð ekki meint af volkinu. Annað foreldri hafði samband við fréttastofu og gagnrýndi að börnin hefðu ekki verið í flotgöllum, þótt þau hefðu verið í björgunarvestum þegar þau stukku út í sjóinn. Eitt foreldri meinaði meðal annars barni sínu að taka þátt í æfingunni. Þá staðfestir formaður björgunarsveitarinnar í Þorlákshöfn, Ásgeir Guðmundsson, að leiðbeinendur hefðu verið í flotgöllum. Aðspurður hvers vegna börnin fóru ekki líka í flotgalla svaraði hann: „Ef það hefðu verið til gallar á þau hefðu þau auðvitað farið í þá.“ Ásgeir útskýrði fyrir fréttamanni að æfingin væri ekki óeðlileg. Hann benti einnig á að leiðbeinendur hefðu gætt að börnunum á meðan þau stukku ofan í sjóinn, auk þess sem teppi hefðu verið á bakkanum. Hann sagði mikilvægt að börnin áttuðu sig á aðstæðum, „svo hafa þau bara gaman af þessu,“ bætti hann við. Hörður Már segir mikilvægt að það komi fram að börnin hafi stokkið ofan í sjóinn af fúsum og frjálsum vilja. „Og þarna voru menn við fullkomnar aðstæður, björgunarsveitarmaður var í sjónum og fleiri fylgdust með,“ bendir Hörður á. Spurður um áhyggjur foreldra svarar hann: „Ég skil afstöðuna, við viljum auðvitað forðast að stefna fólki í óþarfa hættu og höfum sérstakar siðareglur hvað það varðar.“ Hörður telur þó atvikið hafa verið innan marka. „En við munum auðvitað skoða verkferla og málið verður kannað gaumgæfilega,“ bætir hann við. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hörður Már Harðarson „Þetta er umhugsunarvert auðvitað,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn lét börn á fermingaraldri stökkva ofan í höfnina án þess að klæða þau í flotbúninga. Um æfingu var að ræða á svokölluðu strumpanámskeiði fyrir unglinga sem vilja komast í björgunarsveitina. Tilgangur æfingarinnar var sá að leyfa börnunum að finna fyrir kulda sjávar en börnin stukku ofan í sjóinn á þriðjudagskvöldið var. Niðurstaðan varð þó sú að eitt barnið, þrettán ára stúlka, gleypti sjó og átti erfitt með andardrátt vegna kuldans. Stúlkunni var ekið til foreldra sinna eftir atvikið en henni varð ekki meint af volkinu. Annað foreldri hafði samband við fréttastofu og gagnrýndi að börnin hefðu ekki verið í flotgöllum, þótt þau hefðu verið í björgunarvestum þegar þau stukku út í sjóinn. Eitt foreldri meinaði meðal annars barni sínu að taka þátt í æfingunni. Þá staðfestir formaður björgunarsveitarinnar í Þorlákshöfn, Ásgeir Guðmundsson, að leiðbeinendur hefðu verið í flotgöllum. Aðspurður hvers vegna börnin fóru ekki líka í flotgalla svaraði hann: „Ef það hefðu verið til gallar á þau hefðu þau auðvitað farið í þá.“ Ásgeir útskýrði fyrir fréttamanni að æfingin væri ekki óeðlileg. Hann benti einnig á að leiðbeinendur hefðu gætt að börnunum á meðan þau stukku ofan í sjóinn, auk þess sem teppi hefðu verið á bakkanum. Hann sagði mikilvægt að börnin áttuðu sig á aðstæðum, „svo hafa þau bara gaman af þessu,“ bætti hann við. Hörður Már segir mikilvægt að það komi fram að börnin hafi stokkið ofan í sjóinn af fúsum og frjálsum vilja. „Og þarna voru menn við fullkomnar aðstæður, björgunarsveitarmaður var í sjónum og fleiri fylgdust með,“ bendir Hörður á. Spurður um áhyggjur foreldra svarar hann: „Ég skil afstöðuna, við viljum auðvitað forðast að stefna fólki í óþarfa hættu og höfum sérstakar siðareglur hvað það varðar.“ Hörður telur þó atvikið hafa verið innan marka. „En við munum auðvitað skoða verkferla og málið verður kannað gaumgæfilega,“ bætir hann við.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira