Leiðbeinendur í flotgalla en börnin ekki Valur Grettisson skrifar 27. september 2013 07:00 Þorlákshöfn Krakkarnir stukku út í sjóinn á þriðjudaginn var. Fréttablaðið/GVA Hörður Már Harðarson „Þetta er umhugsunarvert auðvitað,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn lét börn á fermingaraldri stökkva ofan í höfnina án þess að klæða þau í flotbúninga. Um æfingu var að ræða á svokölluðu strumpanámskeiði fyrir unglinga sem vilja komast í björgunarsveitina. Tilgangur æfingarinnar var sá að leyfa börnunum að finna fyrir kulda sjávar en börnin stukku ofan í sjóinn á þriðjudagskvöldið var. Niðurstaðan varð þó sú að eitt barnið, þrettán ára stúlka, gleypti sjó og átti erfitt með andardrátt vegna kuldans. Stúlkunni var ekið til foreldra sinna eftir atvikið en henni varð ekki meint af volkinu. Annað foreldri hafði samband við fréttastofu og gagnrýndi að börnin hefðu ekki verið í flotgöllum, þótt þau hefðu verið í björgunarvestum þegar þau stukku út í sjóinn. Eitt foreldri meinaði meðal annars barni sínu að taka þátt í æfingunni. Þá staðfestir formaður björgunarsveitarinnar í Þorlákshöfn, Ásgeir Guðmundsson, að leiðbeinendur hefðu verið í flotgöllum. Aðspurður hvers vegna börnin fóru ekki líka í flotgalla svaraði hann: „Ef það hefðu verið til gallar á þau hefðu þau auðvitað farið í þá.“ Ásgeir útskýrði fyrir fréttamanni að æfingin væri ekki óeðlileg. Hann benti einnig á að leiðbeinendur hefðu gætt að börnunum á meðan þau stukku ofan í sjóinn, auk þess sem teppi hefðu verið á bakkanum. Hann sagði mikilvægt að börnin áttuðu sig á aðstæðum, „svo hafa þau bara gaman af þessu,“ bætti hann við. Hörður Már segir mikilvægt að það komi fram að börnin hafi stokkið ofan í sjóinn af fúsum og frjálsum vilja. „Og þarna voru menn við fullkomnar aðstæður, björgunarsveitarmaður var í sjónum og fleiri fylgdust með,“ bendir Hörður á. Spurður um áhyggjur foreldra svarar hann: „Ég skil afstöðuna, við viljum auðvitað forðast að stefna fólki í óþarfa hættu og höfum sérstakar siðareglur hvað það varðar.“ Hörður telur þó atvikið hafa verið innan marka. „En við munum auðvitað skoða verkferla og málið verður kannað gaumgæfilega,“ bætir hann við. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hörður Már Harðarson „Þetta er umhugsunarvert auðvitað,“ segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn lét börn á fermingaraldri stökkva ofan í höfnina án þess að klæða þau í flotbúninga. Um æfingu var að ræða á svokölluðu strumpanámskeiði fyrir unglinga sem vilja komast í björgunarsveitina. Tilgangur æfingarinnar var sá að leyfa börnunum að finna fyrir kulda sjávar en börnin stukku ofan í sjóinn á þriðjudagskvöldið var. Niðurstaðan varð þó sú að eitt barnið, þrettán ára stúlka, gleypti sjó og átti erfitt með andardrátt vegna kuldans. Stúlkunni var ekið til foreldra sinna eftir atvikið en henni varð ekki meint af volkinu. Annað foreldri hafði samband við fréttastofu og gagnrýndi að börnin hefðu ekki verið í flotgöllum, þótt þau hefðu verið í björgunarvestum þegar þau stukku út í sjóinn. Eitt foreldri meinaði meðal annars barni sínu að taka þátt í æfingunni. Þá staðfestir formaður björgunarsveitarinnar í Þorlákshöfn, Ásgeir Guðmundsson, að leiðbeinendur hefðu verið í flotgöllum. Aðspurður hvers vegna börnin fóru ekki líka í flotgalla svaraði hann: „Ef það hefðu verið til gallar á þau hefðu þau auðvitað farið í þá.“ Ásgeir útskýrði fyrir fréttamanni að æfingin væri ekki óeðlileg. Hann benti einnig á að leiðbeinendur hefðu gætt að börnunum á meðan þau stukku ofan í sjóinn, auk þess sem teppi hefðu verið á bakkanum. Hann sagði mikilvægt að börnin áttuðu sig á aðstæðum, „svo hafa þau bara gaman af þessu,“ bætti hann við. Hörður Már segir mikilvægt að það komi fram að börnin hafi stokkið ofan í sjóinn af fúsum og frjálsum vilja. „Og þarna voru menn við fullkomnar aðstæður, björgunarsveitarmaður var í sjónum og fleiri fylgdust með,“ bendir Hörður á. Spurður um áhyggjur foreldra svarar hann: „Ég skil afstöðuna, við viljum auðvitað forðast að stefna fólki í óþarfa hættu og höfum sérstakar siðareglur hvað það varðar.“ Hörður telur þó atvikið hafa verið innan marka. „En við munum auðvitað skoða verkferla og málið verður kannað gaumgæfilega,“ bætir hann við.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira