Þvottavél, örbylgjuofn, ísskápur og 3D-prentari? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. september 2013 20:01 Tilraunaverkefni Landspítalans með þrívíddarprentun hefur gengið framar vonum og þegar bjargað mannslífum. Þessi nýstárlega tækni er nú á leið inn á heimilin. Þrívíddarprentun er hreint engin vísindaskáldskapur. Þessi tímamótatækni er nú notuð af háskólum og stórfyrirtækjum vítt og breitt um heiminn. Landspítalinn er þar engin undantekning. Paolo Gargiulo, lektor við tækni- og verkfræðideild HR og einn fremsti sérfræðingur veraldar á sviði þrívíddarprentunar, stýrir þessu verkefni spítalans en það er einstakt á heimsvísu. Hann vinnur nú með helstu sérfræðingum Landspítalans, þar á meðal heilaskurðlæknum, sem freista þess að meta mein sjúklinga í þrívídd og skipuleggja aðgerðir. „Mér vitandi eru ekki margar stofnanir sem hraðframleiða frumyndir fyrir sjúkrahúsgeirann,“ segir Gargiulo en hann er doktor í heilbrigðisverkfræði. Þessi tilraunastarfsemi Landspítalans felur í sér mikinn sparnað, bæði með tilliti til kostnaðar og lengd skurðaðgerða. Þá hefur hún einnig hjálpað skurlæknum að átta sig á vandkvæðum sem ekki lágu fyrir áður en haldið var inn í skurðstofuna. „Í einu tilviki við heilauppskurð var uppskurðar-ferlinu breytt þökk sé áætlunargerð með hjálp þrívíddarmódela,“ segir Gargiulo. Þrívíddartæknin er ekki bara hentug fyrir heilbrigðisvísindin enda er hún farin að ryðja sér til rúms á heimilinum. Ormsson hefur sölu á þrívíddarprenturum á næstu dögum. Dýrari týpan er litlu stærri en þvottavél og lítur í raun út eins og hvað annað heimilistæki. Hún kostar álíka mikið og hefðbundinn flatskjár. „Þú getur prentað nánast það sem þú vilt úr úr þessu,“ segir Stefán Melsteð, innkaupastjóri hjá Ormsson. „Allt frá taflmönnum, símahulstrum, fígúrum, armböndum og hvaðeina.“ „Það má prenta ljósarofa og nánast alla innanstokksmuni,“ segir Ranald Haig, sölustjóri hjá ProNor, sem framleiðir þrívíddarprentar, og bætir við: „Það er raunar hægt að prenta bíl.“ Í þessari ótrúlegu tækni sjáum við í raun vísi að nýrri iðnbyltingu, þar sem framleiðslumagnið skiptir ekki máli og sjálf fjöldaframleiðslan er ekki lengur á vegum stórfyrirtækja eða yfirvalda, heldur fólksins. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira
Tilraunaverkefni Landspítalans með þrívíddarprentun hefur gengið framar vonum og þegar bjargað mannslífum. Þessi nýstárlega tækni er nú á leið inn á heimilin. Þrívíddarprentun er hreint engin vísindaskáldskapur. Þessi tímamótatækni er nú notuð af háskólum og stórfyrirtækjum vítt og breitt um heiminn. Landspítalinn er þar engin undantekning. Paolo Gargiulo, lektor við tækni- og verkfræðideild HR og einn fremsti sérfræðingur veraldar á sviði þrívíddarprentunar, stýrir þessu verkefni spítalans en það er einstakt á heimsvísu. Hann vinnur nú með helstu sérfræðingum Landspítalans, þar á meðal heilaskurðlæknum, sem freista þess að meta mein sjúklinga í þrívídd og skipuleggja aðgerðir. „Mér vitandi eru ekki margar stofnanir sem hraðframleiða frumyndir fyrir sjúkrahúsgeirann,“ segir Gargiulo en hann er doktor í heilbrigðisverkfræði. Þessi tilraunastarfsemi Landspítalans felur í sér mikinn sparnað, bæði með tilliti til kostnaðar og lengd skurðaðgerða. Þá hefur hún einnig hjálpað skurlæknum að átta sig á vandkvæðum sem ekki lágu fyrir áður en haldið var inn í skurðstofuna. „Í einu tilviki við heilauppskurð var uppskurðar-ferlinu breytt þökk sé áætlunargerð með hjálp þrívíddarmódela,“ segir Gargiulo. Þrívíddartæknin er ekki bara hentug fyrir heilbrigðisvísindin enda er hún farin að ryðja sér til rúms á heimilinum. Ormsson hefur sölu á þrívíddarprenturum á næstu dögum. Dýrari týpan er litlu stærri en þvottavél og lítur í raun út eins og hvað annað heimilistæki. Hún kostar álíka mikið og hefðbundinn flatskjár. „Þú getur prentað nánast það sem þú vilt úr úr þessu,“ segir Stefán Melsteð, innkaupastjóri hjá Ormsson. „Allt frá taflmönnum, símahulstrum, fígúrum, armböndum og hvaðeina.“ „Það má prenta ljósarofa og nánast alla innanstokksmuni,“ segir Ranald Haig, sölustjóri hjá ProNor, sem framleiðir þrívíddarprentar, og bætir við: „Það er raunar hægt að prenta bíl.“ Í þessari ótrúlegu tækni sjáum við í raun vísi að nýrri iðnbyltingu, þar sem framleiðslumagnið skiptir ekki máli og sjálf fjöldaframleiðslan er ekki lengur á vegum stórfyrirtækja eða yfirvalda, heldur fólksins.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira