Þvottavél, örbylgjuofn, ísskápur og 3D-prentari? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. september 2013 20:01 Tilraunaverkefni Landspítalans með þrívíddarprentun hefur gengið framar vonum og þegar bjargað mannslífum. Þessi nýstárlega tækni er nú á leið inn á heimilin. Þrívíddarprentun er hreint engin vísindaskáldskapur. Þessi tímamótatækni er nú notuð af háskólum og stórfyrirtækjum vítt og breitt um heiminn. Landspítalinn er þar engin undantekning. Paolo Gargiulo, lektor við tækni- og verkfræðideild HR og einn fremsti sérfræðingur veraldar á sviði þrívíddarprentunar, stýrir þessu verkefni spítalans en það er einstakt á heimsvísu. Hann vinnur nú með helstu sérfræðingum Landspítalans, þar á meðal heilaskurðlæknum, sem freista þess að meta mein sjúklinga í þrívídd og skipuleggja aðgerðir. „Mér vitandi eru ekki margar stofnanir sem hraðframleiða frumyndir fyrir sjúkrahúsgeirann,“ segir Gargiulo en hann er doktor í heilbrigðisverkfræði. Þessi tilraunastarfsemi Landspítalans felur í sér mikinn sparnað, bæði með tilliti til kostnaðar og lengd skurðaðgerða. Þá hefur hún einnig hjálpað skurlæknum að átta sig á vandkvæðum sem ekki lágu fyrir áður en haldið var inn í skurðstofuna. „Í einu tilviki við heilauppskurð var uppskurðar-ferlinu breytt þökk sé áætlunargerð með hjálp þrívíddarmódela,“ segir Gargiulo. Þrívíddartæknin er ekki bara hentug fyrir heilbrigðisvísindin enda er hún farin að ryðja sér til rúms á heimilinum. Ormsson hefur sölu á þrívíddarprenturum á næstu dögum. Dýrari týpan er litlu stærri en þvottavél og lítur í raun út eins og hvað annað heimilistæki. Hún kostar álíka mikið og hefðbundinn flatskjár. „Þú getur prentað nánast það sem þú vilt úr úr þessu,“ segir Stefán Melsteð, innkaupastjóri hjá Ormsson. „Allt frá taflmönnum, símahulstrum, fígúrum, armböndum og hvaðeina.“ „Það má prenta ljósarofa og nánast alla innanstokksmuni,“ segir Ranald Haig, sölustjóri hjá ProNor, sem framleiðir þrívíddarprentar, og bætir við: „Það er raunar hægt að prenta bíl.“ Í þessari ótrúlegu tækni sjáum við í raun vísi að nýrri iðnbyltingu, þar sem framleiðslumagnið skiptir ekki máli og sjálf fjöldaframleiðslan er ekki lengur á vegum stórfyrirtækja eða yfirvalda, heldur fólksins. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Tilraunaverkefni Landspítalans með þrívíddarprentun hefur gengið framar vonum og þegar bjargað mannslífum. Þessi nýstárlega tækni er nú á leið inn á heimilin. Þrívíddarprentun er hreint engin vísindaskáldskapur. Þessi tímamótatækni er nú notuð af háskólum og stórfyrirtækjum vítt og breitt um heiminn. Landspítalinn er þar engin undantekning. Paolo Gargiulo, lektor við tækni- og verkfræðideild HR og einn fremsti sérfræðingur veraldar á sviði þrívíddarprentunar, stýrir þessu verkefni spítalans en það er einstakt á heimsvísu. Hann vinnur nú með helstu sérfræðingum Landspítalans, þar á meðal heilaskurðlæknum, sem freista þess að meta mein sjúklinga í þrívídd og skipuleggja aðgerðir. „Mér vitandi eru ekki margar stofnanir sem hraðframleiða frumyndir fyrir sjúkrahúsgeirann,“ segir Gargiulo en hann er doktor í heilbrigðisverkfræði. Þessi tilraunastarfsemi Landspítalans felur í sér mikinn sparnað, bæði með tilliti til kostnaðar og lengd skurðaðgerða. Þá hefur hún einnig hjálpað skurlæknum að átta sig á vandkvæðum sem ekki lágu fyrir áður en haldið var inn í skurðstofuna. „Í einu tilviki við heilauppskurð var uppskurðar-ferlinu breytt þökk sé áætlunargerð með hjálp þrívíddarmódela,“ segir Gargiulo. Þrívíddartæknin er ekki bara hentug fyrir heilbrigðisvísindin enda er hún farin að ryðja sér til rúms á heimilinum. Ormsson hefur sölu á þrívíddarprenturum á næstu dögum. Dýrari týpan er litlu stærri en þvottavél og lítur í raun út eins og hvað annað heimilistæki. Hún kostar álíka mikið og hefðbundinn flatskjár. „Þú getur prentað nánast það sem þú vilt úr úr þessu,“ segir Stefán Melsteð, innkaupastjóri hjá Ormsson. „Allt frá taflmönnum, símahulstrum, fígúrum, armböndum og hvaðeina.“ „Það má prenta ljósarofa og nánast alla innanstokksmuni,“ segir Ranald Haig, sölustjóri hjá ProNor, sem framleiðir þrívíddarprentar, og bætir við: „Það er raunar hægt að prenta bíl.“ Í þessari ótrúlegu tækni sjáum við í raun vísi að nýrri iðnbyltingu, þar sem framleiðslumagnið skiptir ekki máli og sjálf fjöldaframleiðslan er ekki lengur á vegum stórfyrirtækja eða yfirvalda, heldur fólksins.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira