Efnaminna fólk neitar sér um tannlæknaþjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2013 14:47 Tannlæknar finna fyrir því að tekjulægri einstaklingar neiti sér um þjónustu þeirra. Um nítján prósent fólks í lægri tekjuhópum samfélagsins hafa neitað sér um tannlækningar vegna kostnaðar. Varaformaður Tannlæknafélagsins spyr hvort tannlækningar séu aðeins fyrir þá ríku. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði birtir á bloggi sínu samantekt á gögnum frá Hagstofu Evrópu sem sýna að um 19 prósent Íslendinga í lægsta fimmtungi launastigans hafa neitað sé um tannlækningar á árinu 2011 vegna kostnaðar. Staðan er aðeins verri í tveimur öðrum löndum; í Lettlandi þar sem 36 prósent hinna tekjulægstu hafa neitað sér um tannlækningar og í Búlgaríu þar sem rúmlega 20 pósent hafa gert það. En í Noregi hafa 9,6 prósent neitað sér um tannlækningar og 6,4 prósent í Danmörku en best er ástandið í Finnlandi og Bretlandi þar sem aðeins um hálft prósent fólks með lægstu tekjurnar hafa neitað sér um tannlækningar. Börkur Thoroddssen varaformaður Tannlæknafélags Íslands kannast við þetta ástand. „Já, já, við finnum virkilega fyrir því og eftir hrunið hefur þetta orðið meira og meira áberandi og mér finnst þetta ekkert vera að lagast mikið, Segir Börkur. Þetta sé alls ekki gott fyrir tannheilsu landsmanna. Börkur segir þetta meðal annars stafa af því hvað hið opinbera taki lítið þátt í tannlæknigakostnaði fólks. Tannlæknar finni þetta greinilega hjá tekjulægra fólki í samfélaginu. „Það er alveg greinilegt að svo er. Maður hugsar með sér hvort tannlækningar séu kannski bara fyrir þá ríku. Það er ákveðinn hópur fólks sem fer ekki til tannlæknis út af kostnaði og kannski er einnig eitthvað annað sem ræður því,“ segir Börkur. Með nýlegu samkomulagi tannlækna og stjórnvalda um opinbera greiðslu á tannlækningum barna muni ástandið ef til vill batna, þótt það verði ekki að fullu komið til framkvæmda fyrr en eftir fimm ár. En það ætti samt að létta undir með efnaminni fjölskyldum þannig að hinir fullorðnu veigri sér ekki við að sækja sér þjónustu tannlækna. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Um nítján prósent fólks í lægri tekjuhópum samfélagsins hafa neitað sér um tannlækningar vegna kostnaðar. Varaformaður Tannlæknafélagsins spyr hvort tannlækningar séu aðeins fyrir þá ríku. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði birtir á bloggi sínu samantekt á gögnum frá Hagstofu Evrópu sem sýna að um 19 prósent Íslendinga í lægsta fimmtungi launastigans hafa neitað sé um tannlækningar á árinu 2011 vegna kostnaðar. Staðan er aðeins verri í tveimur öðrum löndum; í Lettlandi þar sem 36 prósent hinna tekjulægstu hafa neitað sér um tannlækningar og í Búlgaríu þar sem rúmlega 20 pósent hafa gert það. En í Noregi hafa 9,6 prósent neitað sér um tannlækningar og 6,4 prósent í Danmörku en best er ástandið í Finnlandi og Bretlandi þar sem aðeins um hálft prósent fólks með lægstu tekjurnar hafa neitað sér um tannlækningar. Börkur Thoroddssen varaformaður Tannlæknafélags Íslands kannast við þetta ástand. „Já, já, við finnum virkilega fyrir því og eftir hrunið hefur þetta orðið meira og meira áberandi og mér finnst þetta ekkert vera að lagast mikið, Segir Börkur. Þetta sé alls ekki gott fyrir tannheilsu landsmanna. Börkur segir þetta meðal annars stafa af því hvað hið opinbera taki lítið þátt í tannlæknigakostnaði fólks. Tannlæknar finni þetta greinilega hjá tekjulægra fólki í samfélaginu. „Það er alveg greinilegt að svo er. Maður hugsar með sér hvort tannlækningar séu kannski bara fyrir þá ríku. Það er ákveðinn hópur fólks sem fer ekki til tannlæknis út af kostnaði og kannski er einnig eitthvað annað sem ræður því,“ segir Börkur. Með nýlegu samkomulagi tannlækna og stjórnvalda um opinbera greiðslu á tannlækningum barna muni ástandið ef til vill batna, þótt það verði ekki að fullu komið til framkvæmda fyrr en eftir fimm ár. En það ætti samt að létta undir með efnaminni fjölskyldum þannig að hinir fullorðnu veigri sér ekki við að sækja sér þjónustu tannlækna.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira