Fleiri fréttir

Undirskriftir 69 þúsunda manna afhentar

Samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu í hádeginu í dag Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni.

Miðaldra bruggari tekinn

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag karlmann á sextugsaldri, sem bruggaði áfengi í húsnæði í umdæminu.

Verður fylgst vel með hvort fólk svindli

Fyrir utan að fá góða hreyfingu fá nemendur auka einingar og mega sleppa leikfimitímum, segir skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla en átakið Hjólum í skólann er nú í fullum gangi.

Vonsvikin að fá ekki flugstyrk

Byggðaráð Skagafjarðar segir mikil vonbrigði að innanríkisráðuneytið hafni því að styrkja áætlunarflug til og frá Sauðárkróki.

Aldraðir áfram í Holtsbúð 87

"Garðabær hefur fullan hug á að semja við fyrirtækið Sinnum um áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins í Holtsbúð 87,“ segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri Garðabæjar, í tilefni fréttar Fréttablaðsins um fyrirhuguð kaup bæjarins á Holtsbúð 87 af St. Jósefssystrum.

Þrettán skotnir á körfuboltavelli

Þriggja ára gamalt barn var á meðal þeirra sem varð fyrir skoti í skotárás í suðurhluta Chicago-borgar seint í gærkvöldi.

Rússar handtóku meðlimi Greenpeace

Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í gærkvöldi um borð í skip Greenpeace-samtakanna, Arcit Sunrise, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi.

Þrátefli í borgarastríðinu

Aðstoðarforsætisráðherra Sýrlands segir að þrátefli sé nú komið upp í borgarastríðinu í landinu.

Afhenda borgarstjóra 69 þúsund undirskriftir

Samtökin Hjartað í Vatnsmýri ætla í hádeginu í dag að afhenda Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni.

Allnokkuð af fénu dautt

"Þetta er slæmt,“ segir Hallgrímur Þórhallsson, gangnaforingi frá Brekku í Fljótsdal. Hann er nú á hálendinu ásamt öðrum bændum á Jökuldal og í Fljótsdal að leita að sauðfé eftir óveður síðustu daga. Að sögn Hallgríms er eitthvað af fénu dautt. Meðal annars fann hann tvö lömb úti í á og var tófan komin í þau.

Tvífari sestur upp á Sægreifanum

Veitingastaðurinn Sægreifinn hefur látið gera afsteypu af stofnanda fyrirtækisins, "sál og andliti“, Kjartani Halldórssyni sjómanni. Tvífarinn situr öllum stundum á Sægreifanum. "Hann þegir að minnsta kosti,“ segir nýr eigandi flesta hafa á orði.

Fjöldi á starfakynningu Norðmanna

Stöðug eftirspurn er í Noregi eftir starfskrafti með sérfræðiþekkingu. Leita að starfsmönnum í öllum geirum atvinnulífsins. Norskir atvinnurekendur eru ánægðir með vinnusiðferði Íslendinga. Þúsundir Íslendinga hafa flutt til Noregs.

Rúmur þriðjungur Íslendinga hefur prófað kannabisefni

Ný könnun á kannabisneyslu Íslendinga sýnir að rúmur þriðjungur landsmanna upp að 67 ára hefur neytt slíkra efna á ævinni. Sérfræðingur hjá Landlækni sér hins vegar jákvæð teikn. Mikilvægt sé einnig að gera ekki of mikið úr vandanum.

Barinn með járnstykki í höfuð

Tilkynnt var um líkamsárás í Árbæ um klukkan hálftíu í gærkvöldi þar sem nokkrir réðust á einn og börðu, meðal annars með járnstykki í höfuðið.

VG mótmælir gjaldtöku fyrir legusjúklinga

Félagsfundur Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi var haldinn í kvöld í Kópavogi. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem hugmyndum um gjaldtöku fyrir legusjúklinga á sjúkrahúsum landsins er harðlega mótmælt.

Vigdís nýr formaður Heimssýnar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður framsóknarflokksins, var í kvöld kjörin nýr formaður Heimssýnar, hreyfingar Sjálfstæðissina í Evrópumálum. Aðalfundur hreyfingarinnar fór fram í kvöld.

200 vísindastörf skapast með 25 milljarða fjárfestingu í Vatnsmýri

Lyfjafyrirtækið Alvogen ætlar að reisa um ellefu þúsund fermetra Hátækni- og lyfjaþróunarsetur í Vatnsmýri í samvinnu við Vísindagarða Háskóla Íslands. Um er að ræða fjárfestingu upp á 25 milljarða króna sem skapar 200 störf í hátækni- og vísindageiranum.

Ungir jafnaðarmenn ósáttir með sína þingmenn

Ungir jafnaðarmenn skilja ekkert í því að Alþingi hafi samþykkt lög sem þeir telja að þingmenn viti að í framkvæmd munu stangast á við stjórnarskrá og rétt manna til friðhelgi einkalífs.

Bíll ársins er Skoda Octavia

Volkswagen Golf bestur í flokki smærri fólksbíla, Skoda Octavia í flokki stærri fólksbíla og Honda CR-V í flokki jeppa og jepplinga.

Alvogen fjárfestir fyrir 25 milljarða í Vatnsmýri

Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen fyrirhugar að reisa um ellefu þúsund fermetra byggingu en þar verður starfrækt Hátæknisetur í samvinnu við Vísindagarða Háskóla Íslands. Alvogen hyggst hefja framkvæmdir við Hátæknisetrið fyrir árslok og stefnt er að því að húsið verði fullbúið innan tveggja ára.

Fallið frá leiðtogakjöri

Á aukafundi hjá stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, nú síðdegis var ákveðið að falla frá því að leggja til á fulltrúaráðsfundi í kvöld að fram fari leiðtogakjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor.

Hleypur rúmt maraþon fyrir ömmu

Ég geri þetta því ég veit að hún myndi hlaupa í kringum landið fyrir mig og lengra. Þetta segir hinn 22 ára Erik Örn sem ætlar að fara maraþon, og rúmlega það, fyrir Þóru ömmu sína og bestu vinkonu sem lést úr MND í júlí. Með því vill hann vekja athygli á sjúkdómnum illvíga og hjálpa þeim sem nú ganga eða eiga eftir að ganga í gegnum sömu erfiðleika og fjölskylda hans.

Börnin eiga eftir að kunna að meta þetta

"Hér er mikilvægt að hafa eitthvað til að dreifa huganum og stytta börnum og fullorðnum stundirnar,“ sagði Ragnar Bjarnason, yfirlæknir barnalækninga á LSH. 365 miðlar færðu Barnaspítala Hringsins átta iPada að gjöf og fulla áskrift að öllum sjónvarpsstöðvum félagsins í gegnum OZ-appið.

Sjá næstu 50 fréttir