Innlent

Vigdís nýr formaður Heimssýnar

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Vigdís Hauksdóttir tekur við formennsku í Heimssýn af flokksbróður sínum Ásmundi Einari Daðasyni.  Heimssýn er þverpólitísk hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum og er andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið.
Vigdís Hauksdóttir tekur við formennsku í Heimssýn af flokksbróður sínum Ásmundi Einari Daðasyni. Heimssýn er þverpólitísk hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum og er andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Mynd/Pjetur
„Þetta var rússnesk kosning,“ segir framsóknarkonan og þingmaðurinn Vigdís Hauksdóttir sem kosin var formaður Heimssýnar í kvöld.  „Er það ekki besta kosningin,“ spyr hún og hlær. Vigdís var ein í framboði til formanns og Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra var einn í framboði til varaformanns.  

Vigdís sem gegnir formennsku í fjárlaganefnd Alþingis og situr auk þess í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar segist hlakka til að takast á við verkefnið.  „Ég hef aldrei kvartað undna vinnuálagi, ég vinn best þegar ég hef mikið að gera. Ég segi alltaf að það hrjái mann ekki iðjuleysið þegar maður hefur nóg fyrir stafni.“  

Vigdís segir að nýkjörin stjórn Heimsýnar hittist innan skamms og móti starfið næsta árið. „Það vita allir hvað Heimssýn stendur fyrir og stefna samtakann kemur ekki til með að breytast.  Það geta orðið áherslubreytingar í starfinu þegar nýtt fólk tekur við  en það verða örugglega engar kúvendingar,“  segir hún.   

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×