Gafst upp á að bíða eftir dvalarleyfi: "Pabbi, ég er búin að fá nóg" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. september 2013 18:30 Ellert Högni Jónsson býr í Vogunum ásamt filippeyskri konu sinni til átta ára. Allan þann tíma hafa þau barist fyrir því að fá dvalarleyfi hér á landi fyrir fósturdóttur hans, en hún hefur nú gefist upp á að bíða og er farin aftur til Filippseyja. Ellert og Marylyn hafa þrisvar sótt um dvalarleyfi fyrir Romylyn, eins og fram kom í umfjöllun mbl.is um málið í gærkvöldi, fyrst þegar hún var 15 ára. Að sögn Ellerts var fyrsta umsóknin afgreidd á átta mánuðum, næsta á átján og sú þriðja hefur tekið 14 mánuði. Samkvæmt lögum hafa stjórnvöld þrjá mánuði til að afgreiða umsóknir, að því gefnu að öll gögn hafi borist. Við þriðju umsóknina var óskað eftir því að Romylyn fengi að vera hérlendis þar til niðurstaða lægi fyrir og eftir að innanríkisráðuneytið breytti úrskurði Útlendingastofnunar var það heimilað. Hún hafði því verið á Íslandi í um tvö ár, þegar hún yfirgaf landið á föstudaginn. Þá höfðu þau svör borist frá Útlendingastofnun að enn vantaði gögn í málinu. „Þá sagði hún við mig, þegar ég var búinn að tala við Útlendingastofnun: Pabbi, ég er búin að fá nóg,“ segir Ellert. Romylyn treysti sér ekki til að kveðja átta ára systur sína, Unni Margréti, sem saknar hennar sárt. Að sögn Ellerts gat Romylyn, sem er lærð í öldrunarhjúkrunarfræði, sig varla hrært á meðan hún beið svara Útlendingastofnunar og mátti hún til dæmis ekki vinna þar sem hún hafði ekki kennitölu. Málið hefur haft gríðarleg áhrif á fjölskylduna. „Hér er bara búinn að vera grátur og sorg. Við getum ekki meira. Við verðum að enda þetta með því að fara og kæra þetta mál.“ Þau hyggjast kæra ríkið og Útlendingastofnun. „Við gefumst ekki upp. Við eigum bíl upp á tvær milljónir og erum búin að auglýsa hann. Söluandvirðið fer upp í kostnað við málaferli og þá verðum við búin að láta allt sem við áttum í þetta mál.“ Fjölskyldan óttast um Romylyn. „Ef við náum ekki að keyra þetta í gegn á stuttum tíma er ég hræddur um að við missum hana, því hún er á götunni í Manilla, það er bara ekkert öðruvísi,“ segir Ellert að lokum. Umsókn Romylyn er enn í vinnslu hjá Útlendingastofnun og er meðferðarhraði málsins eðlilegur af hálfu stofnunarinnar. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ellert Högni Jónsson býr í Vogunum ásamt filippeyskri konu sinni til átta ára. Allan þann tíma hafa þau barist fyrir því að fá dvalarleyfi hér á landi fyrir fósturdóttur hans, en hún hefur nú gefist upp á að bíða og er farin aftur til Filippseyja. Ellert og Marylyn hafa þrisvar sótt um dvalarleyfi fyrir Romylyn, eins og fram kom í umfjöllun mbl.is um málið í gærkvöldi, fyrst þegar hún var 15 ára. Að sögn Ellerts var fyrsta umsóknin afgreidd á átta mánuðum, næsta á átján og sú þriðja hefur tekið 14 mánuði. Samkvæmt lögum hafa stjórnvöld þrjá mánuði til að afgreiða umsóknir, að því gefnu að öll gögn hafi borist. Við þriðju umsóknina var óskað eftir því að Romylyn fengi að vera hérlendis þar til niðurstaða lægi fyrir og eftir að innanríkisráðuneytið breytti úrskurði Útlendingastofnunar var það heimilað. Hún hafði því verið á Íslandi í um tvö ár, þegar hún yfirgaf landið á föstudaginn. Þá höfðu þau svör borist frá Útlendingastofnun að enn vantaði gögn í málinu. „Þá sagði hún við mig, þegar ég var búinn að tala við Útlendingastofnun: Pabbi, ég er búin að fá nóg,“ segir Ellert. Romylyn treysti sér ekki til að kveðja átta ára systur sína, Unni Margréti, sem saknar hennar sárt. Að sögn Ellerts gat Romylyn, sem er lærð í öldrunarhjúkrunarfræði, sig varla hrært á meðan hún beið svara Útlendingastofnunar og mátti hún til dæmis ekki vinna þar sem hún hafði ekki kennitölu. Málið hefur haft gríðarleg áhrif á fjölskylduna. „Hér er bara búinn að vera grátur og sorg. Við getum ekki meira. Við verðum að enda þetta með því að fara og kæra þetta mál.“ Þau hyggjast kæra ríkið og Útlendingastofnun. „Við gefumst ekki upp. Við eigum bíl upp á tvær milljónir og erum búin að auglýsa hann. Söluandvirðið fer upp í kostnað við málaferli og þá verðum við búin að láta allt sem við áttum í þetta mál.“ Fjölskyldan óttast um Romylyn. „Ef við náum ekki að keyra þetta í gegn á stuttum tíma er ég hræddur um að við missum hana, því hún er á götunni í Manilla, það er bara ekkert öðruvísi,“ segir Ellert að lokum. Umsókn Romylyn er enn í vinnslu hjá Útlendingastofnun og er meðferðarhraði málsins eðlilegur af hálfu stofnunarinnar.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira