Innlent

Hleypur rúmt maraþon fyrir ömmu

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Ég geri þetta því ég veit að hún myndi hlaupa í kringum landið fyrir mig og lengra. Þetta segir hinn 22 ára Erik Örn sem ætlar að fara maraþon í næstu viku, og rúmlega það, fyrir Þóru ömmu sína og bestu vinkonu sem lést úr MND í júlí.

Með hlaupinu vill hann vekja athygli á sjúkdómnum illvíga og hjálpa þeim sem ganga nú eða eiga eftir að ganga í gegnum sömu erfiðleika og fjölskylda hans.

Ísland í dag ræddi við Erik en finna má viðtalið hér að ofan. Upplýsingar um hlaupið má nálgast á facebook-síðu Eriks. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×