Rúmur þriðjungur Íslendinga hefur prófað kannabisefni Þorgils Jónsson skrifar 20. september 2013 07:00 Kannabisræktun á Íslandi tók kipp þegar íslenska krónan hrundi. Ný skýrsla sýnir að rúmur þriðjungur Íslendinga hefur prófað kannabisefni, en fjöldi virkra notenda eykst ekki milli ára. Fréttablaðið/Stefán Rúm 80 prósent þeirra sem einhvern tíma hafa neytt kannabisefna neyttu þeirra ekki á síðustu tólf mánuðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Landlæknisembættið í lok síðasta árs og greint var frá í talnabrunni þess í gær. Í úrtakinu var alls 1.751 einstaklingur á aldrinum 18-67 ára af öllu landinu. Svarhlutfall var 58,3%. Samkvæmt könnuninni hefur rúmur þriðjungur Íslendinga á aldrinum 18 til 67 ára einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna, sem er aukning upp á um ellefu prósentustig frá árinu 2003.Sveinbjörn KristjánssonSveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlækni, segir að þrátt fyrir þá aukningu sé margt jákvætt að finna í könnuninni. „Það sem kemur okkur hvað mest á óvart er að af þessum 35 prósentum sem hafa neytt kannabisefna einhvern tímann hafa fæstir notað þessi efni á síðustu tólf mánuðum og eru þar af leiðandi hættir neyslu. Af hinum sem eftir standa hafa langflestir bara prófað einu sinni eða tvisvar síðasta ár og þá erum við með 3-4 prósent sem hafa prófað efnin tuttugu sinnum eða oftar.“ Sveinbjörn segir að samkvæmt þessum tölum megi sjá að hópur fólks sem notar kannabisefni reglulega yfir langan tíma sé ekki ýkja stór og standi í stað milli kannana. Það sem geti meðal annars skýrt stökkið úr 25% yfir í 36% er að í fyrri úrtökum hafi verið fólk af kynslóðum sem komust aldrei í snertingu við kannabisefni. Sveinbjörn segir að þessi staða sem birtist í könnunum gefi aðra mynd en opinber umræða, þar sem mikið er rætt um sprengingu í notkun kannabisefna hér á landi. „Þau gögn sem við höfum sýna okkur að kannabisneysla hefur heldur dalað í grunnskólunum síðustu ár, þrátt fyrir að umræðan gefi til kynna að allt sé að fara á versta veg. Það er nefnilega mjög mikilvægt að gera ekki of mikið úr þessu og tala eins og allir séu að reykja þessi efni því að þá er maður að „normalísera“ ástandið og það er hættulegt í sjálfu sér. Ef unglingar fá það á tilfinninguna að allir séu að prófa eru þeir líklegri til þess að prófa.“ Sveinbjörn segist alls ekki vera að gera of lítið úr ástandi mála en besta leiðin til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist út í neyslu sé að koma betri upplýsingum til fagfólks, þar á meðal kennara, og foreldra sem svo geti rætt málin við börn og unglinga. „Krakkarnir eru skynsamir og hlusta ekki á neinn hræðsluáróður. Þeir vilja upplýsingar og að fullorðna fólkið í kringum þá geti talað við þá um kannabis. Til þess að það sé hægt þurfa foreldrar að geta rætt um málin á skynsamlegan hátt. Það þarf ekkert að mála skrattann á vegginn,“ segir Sveinbjörn. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Rúm 80 prósent þeirra sem einhvern tíma hafa neytt kannabisefna neyttu þeirra ekki á síðustu tólf mánuðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Landlæknisembættið í lok síðasta árs og greint var frá í talnabrunni þess í gær. Í úrtakinu var alls 1.751 einstaklingur á aldrinum 18-67 ára af öllu landinu. Svarhlutfall var 58,3%. Samkvæmt könnuninni hefur rúmur þriðjungur Íslendinga á aldrinum 18 til 67 ára einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna, sem er aukning upp á um ellefu prósentustig frá árinu 2003.Sveinbjörn KristjánssonSveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlækni, segir að þrátt fyrir þá aukningu sé margt jákvætt að finna í könnuninni. „Það sem kemur okkur hvað mest á óvart er að af þessum 35 prósentum sem hafa neytt kannabisefna einhvern tímann hafa fæstir notað þessi efni á síðustu tólf mánuðum og eru þar af leiðandi hættir neyslu. Af hinum sem eftir standa hafa langflestir bara prófað einu sinni eða tvisvar síðasta ár og þá erum við með 3-4 prósent sem hafa prófað efnin tuttugu sinnum eða oftar.“ Sveinbjörn segir að samkvæmt þessum tölum megi sjá að hópur fólks sem notar kannabisefni reglulega yfir langan tíma sé ekki ýkja stór og standi í stað milli kannana. Það sem geti meðal annars skýrt stökkið úr 25% yfir í 36% er að í fyrri úrtökum hafi verið fólk af kynslóðum sem komust aldrei í snertingu við kannabisefni. Sveinbjörn segir að þessi staða sem birtist í könnunum gefi aðra mynd en opinber umræða, þar sem mikið er rætt um sprengingu í notkun kannabisefna hér á landi. „Þau gögn sem við höfum sýna okkur að kannabisneysla hefur heldur dalað í grunnskólunum síðustu ár, þrátt fyrir að umræðan gefi til kynna að allt sé að fara á versta veg. Það er nefnilega mjög mikilvægt að gera ekki of mikið úr þessu og tala eins og allir séu að reykja þessi efni því að þá er maður að „normalísera“ ástandið og það er hættulegt í sjálfu sér. Ef unglingar fá það á tilfinninguna að allir séu að prófa eru þeir líklegri til þess að prófa.“ Sveinbjörn segist alls ekki vera að gera of lítið úr ástandi mála en besta leiðin til að koma í veg fyrir að unglingar leiðist út í neyslu sé að koma betri upplýsingum til fagfólks, þar á meðal kennara, og foreldra sem svo geti rætt málin við börn og unglinga. „Krakkarnir eru skynsamir og hlusta ekki á neinn hræðsluáróður. Þeir vilja upplýsingar og að fullorðna fólkið í kringum þá geti talað við þá um kannabis. Til þess að það sé hægt þurfa foreldrar að geta rætt um málin á skynsamlegan hátt. Það þarf ekkert að mála skrattann á vegginn,“ segir Sveinbjörn.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira