Innlent

Alvarlegar athugasemdir við viðvörunarskilti á ensku

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Vegagerðin hefur ákveðið að gera breytingar á ljósaskiltum Vegagerðarinnar.
Vegagerðin hefur ákveðið að gera breytingar á ljósaskiltum Vegagerðarinnar. mynd/vegagerðin

Íslensk málnefnd gerir alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun Vegagerðarinnar að skipta íslensku út fyrir ensku á upplýsinga- og viðvörunarskiltum sínum við þjóðvegi landsins.

Vísir sagði frá þessum breytingum í vikunni.

Í fréttatilkynningu frá málnefndinni segir að ekki verði séð annað en að ákvörðunin sé brot á áttundu grein laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.

Áttunda grein laganna hljóðar svo: „Íslenska er mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu.“

Í tilkynningunni segir ennfremur að Vegagerðinni beri að veita almannaþjónustu sína á íslensku. Mikilvægar upplýsingar, svo sem viðvaranir vegna veðurs og færðar, eiga því lögum samkvæmt að vera á íslensku. Vega­gerðin hafi ekki leyfi til að hafa þær eingöngu á ensku.

Íslensk málnefnd óskar eftir því við Vegagerðina að farið verði að lögum í þessu efni. Rétt og skylt er að veita erlendum ferðamönnum góðar upplýsingar, en það megi ekki gerast á kostnað íslensku eða koma alveg í stað upplýsinga á íslensku. Finna þurfi leið til að flytja þessi boð bæði á íslensku og öðrum tungumálum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.