Innlent

Vonsvikin að fá ekki flugstyrk

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Byggðaráð segir Norðvesturland afskipt þegar kemur að því að halda uppi innanlandsflugi.
Byggðaráð segir Norðvesturland afskipt þegar kemur að því að halda uppi innanlandsflugi. Fréttablaðið/GVA
Byggðaráð Skagafjarðar segir mikil vonbrigði að innanríkisráðuneytið hafni því að styrkja áætlunarflug til og frá Sauðárkróki.



„Ef þessi flugleið leggst af verður Norðurland vestra eini landshlutinn utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar sem ekki nýtur almenningsflugsamgangna. Slíkt er óásættanlegt með öllu og skerðir verulega samkeppnishæfni svæðisins,“ segir byggðaráðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×