Júlíus Vífill stefnir ótrauður á fyrsta sætið í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2013 11:36 "Þetta var fínn fundur í gær og mikil eining meðal flokksmanna og nú er bara að fara að undirbúa sig undir þetta.“ Júlíus Vífill Ingvarsson stefnir ótrauður á fyrsta sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík eftir að fulltráð flokksins ákvað í gær að haldið yrði opið prófkjör meðal flokksmanna fyrir kosningarnar næsta vor. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir liggur undir felld og íhugar eftir hvaða sæti hún mun sækjast eftir. Á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi var ákveðið að haldið verði opið prófkjör meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, eftir að stjórn Varðar samþykkti óvænt á aukafundi seinnipartinn í gær að falla frá því að einnig yrði borinn upp tillaga um leiðtogakjör á fundinum. Júlíus Vífill Ingvarsson núverandi oddviti flokksins í Reykjavík er sáttur við þessa niðurstöðu. „Þetta var fínn fundur í gær og mikil eining meðal flokksmanna og nú er bara að fara að undirbúa sig undir þetta,“ segir Júlíus Vífill. En hann sækist eftir því að leiða flokkinn áfram. „Já, ég hef þegar sagt það. Það er sama hvaða leið hefði verið farin. Ég mun gefa kost á mér í leiðtogasætið hér í Reykjavík,“ segir hann. Júlíus Vífill telur að aðalskipulag Reykjavíkur sé ofarlega í huga margra Reykvíkinga, en frestur til að skila inn athugasemdum við það rennur út í dag. „Það sem komið hefur fram að undanförnu er svo augljóst. Mjög mikill meirihluti borgarbúa telur að flugvöllurinn í Reykjavík eigi ekki að fara á þessu aðalskipulags tímabili og ég hef alltaf tekið undir það,“ segir Júlíus Vífill. Aðrir sem nefndir hafa verið sem líklegir frambjóðendur í fyrsta sætið eru Gísli Marteinn Baldursson sem er allt annarar skoðunar varðandi flugvöllinn, Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi. „Ég er enn þá að íhuga málið og tala við mitt fólk. Þetta er stór ákvörðun sem þarf aðeins að liggja yfir. Þetta bindur mann næstu fjögur árin þannig að ég ætla að taka mér aðeins meiri tíma,“ segir Þorbjörg Helga þegar hún er spurð hvort hún stefni á fyrsta sætið. Hún segir ýmislegt í ytra umhverfinu geta haft áhrif á kosningabaráttuna næsta vor, eins og kjara- og efnahagsmál. „Svo er það alltaf grunnþjónustan sem skiptir öllu máli í huga Reykvíkinga. Það eru skólarnir og velferðarmálin og svo hvað þú ert að borga í gjöld og skatta,“ segir Þorbjörg Helga. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson stefnir ótrauður á fyrsta sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík eftir að fulltráð flokksins ákvað í gær að haldið yrði opið prófkjör meðal flokksmanna fyrir kosningarnar næsta vor. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir liggur undir felld og íhugar eftir hvaða sæti hún mun sækjast eftir. Á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi var ákveðið að haldið verði opið prófkjör meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, eftir að stjórn Varðar samþykkti óvænt á aukafundi seinnipartinn í gær að falla frá því að einnig yrði borinn upp tillaga um leiðtogakjör á fundinum. Júlíus Vífill Ingvarsson núverandi oddviti flokksins í Reykjavík er sáttur við þessa niðurstöðu. „Þetta var fínn fundur í gær og mikil eining meðal flokksmanna og nú er bara að fara að undirbúa sig undir þetta,“ segir Júlíus Vífill. En hann sækist eftir því að leiða flokkinn áfram. „Já, ég hef þegar sagt það. Það er sama hvaða leið hefði verið farin. Ég mun gefa kost á mér í leiðtogasætið hér í Reykjavík,“ segir hann. Júlíus Vífill telur að aðalskipulag Reykjavíkur sé ofarlega í huga margra Reykvíkinga, en frestur til að skila inn athugasemdum við það rennur út í dag. „Það sem komið hefur fram að undanförnu er svo augljóst. Mjög mikill meirihluti borgarbúa telur að flugvöllurinn í Reykjavík eigi ekki að fara á þessu aðalskipulags tímabili og ég hef alltaf tekið undir það,“ segir Júlíus Vífill. Aðrir sem nefndir hafa verið sem líklegir frambjóðendur í fyrsta sætið eru Gísli Marteinn Baldursson sem er allt annarar skoðunar varðandi flugvöllinn, Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi. „Ég er enn þá að íhuga málið og tala við mitt fólk. Þetta er stór ákvörðun sem þarf aðeins að liggja yfir. Þetta bindur mann næstu fjögur árin þannig að ég ætla að taka mér aðeins meiri tíma,“ segir Þorbjörg Helga þegar hún er spurð hvort hún stefni á fyrsta sætið. Hún segir ýmislegt í ytra umhverfinu geta haft áhrif á kosningabaráttuna næsta vor, eins og kjara- og efnahagsmál. „Svo er það alltaf grunnþjónustan sem skiptir öllu máli í huga Reykvíkinga. Það eru skólarnir og velferðarmálin og svo hvað þú ert að borga í gjöld og skatta,“ segir Þorbjörg Helga.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira