Innlent

Álag aukist um fimmtíu prósent

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Myndgreiningardeildin er ein mikilvægasta stoðdeild sjúkrahússins.
Myndgreiningardeildin er ein mikilvægasta stoðdeild sjúkrahússins. vísir/gva
„Ef heldur áfram sem horfir er ljóst að myndgreiningardeildin mun ekki geta sinnt þeirri þjónustu sem henni er ætlað að veita.“ Þetta skrifa sex yfirlæknar á Landspítala og formaður Félags íslenskra röntgenlækna í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag um vandann sem myndgreiningardeild spítalans á við að etja.

Bent er á að sérfræðilæknum á deildinni hafi fækkað úr 19 í 14 frá árinu 2008 og fækkað hafi einnig í hópi deildarlækna. Verkefni deildarinnar, sem sé ein mikilvægasta stoðdeild sjúkrahússins, hafi hins vegar aukist og orðið flóknari á síðustu árum. Þannig hafi mælanlegt álag á sérfræðilækna deildarinnar aukist um 50 prósent á síðustu fimm árum. Það mikla álag sem hvíli á herðum þeirra sérfræðinga sem eru í vinnu auki hættuna á því að fleiri úr þeirra röðum segi upp störfum eða minnki starfshlutfall sitt.

Læknarnir skrifa enn fremur: „Ofan á manneklu bætist að endurnýjun tækja er ófullnægjandi. Flókinn tækjabúnaður úreldist á fáeinum árum og há bilanatíðni eldri tækja getur skapað hættu fyrir sjúklinga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×