Innlent

VG mótmælir gjaldtöku fyrir legusjúklinga

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Félagsfundur Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi var haldinn í kvöld í Kópavogi. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem hugmyndum um gjaldtöku fyrir legusjúklinga á sjúkrahúsum landsins er harðlega mótmælt.

„Fram hefur komið í nýútkominni skýrslu á vegum Krabbameinsfélags Íslands að gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu hafi farið stigvaxandi á undanförnum áratugum og standi nú í 20% af heilbrigðisútgjöldum. Ofan af þessari öfugþróun þarf að vinda í stað þess að bæta í. Heilbrigðisþjónustuna á að fjármagna úr almannasjóðum en ekki upp úr vösum sjúklinga,“ segir í tilkynningu frá VG í Suðvesturkjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×