Innlent

Aldraðir áfram í Holtsbúð 87

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hús St. Jósefssystra verður áfram hjúkrunarheimili.
Hús St. Jósefssystra verður áfram hjúkrunarheimili. Fréttablaðið/Vilhelm
„Garðabær hefur fullan hug á að semja við fyrirtækið Sinnum um áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins í Holtsbúð 87,“ segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri Garðabæjar, í tilefni fréttar Fréttablaðsins um fyrirhuguð kaup bæjarins á Holtsbúð 87 af St. Jósefssystrum.

Kaupin eiga að verða er húsaleigusamningur við hjúkrunar- og heimaþjónustufyrirtækið Sinnum ehf. rennur út í mars 2014. Guðfinna segir suma hafa skilið fréttir af málinu þannig að breytingar yrðu á starfseminni í húsinu.

„Garðabær leigir nú húsið af St. Jósefssystrum og framleigir hluta þess til Sinnum. Engin áform eru um annað en að endurnýja leigusamning við fyrirtækið eftir að Garðabær verður eigandi hússins svo það geti haldið áfram starfsemi sinni í húsinu,“ segir Guðfinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×