Fleiri fréttir

Fregnir af manntjóni farnar að berast

Að minnsta kosti tveir eru látnir og 61 særðir eftir að flugvél brotlenti og eldur blossaði upp í vélinni á alþjóðaflugvellinum í San Francisco.

Ökklabrot á Arnarvatnsheiði

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að sækja mann á Arnarvatnsheiði sem hafði ökklabrotnað illa á göngu við Úlfsvatn.

Ólafur Darri besti leikarinn á Karlovy Vary hátíðinni

Ólafur Darri Ólafsson var valinn besti leikari í aðalhlutverki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi, fyrir leik sinn í myndinni XL. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn sem lauk fyrir stundu.

Tölvuhakkarar flykkjast til Íslands

Sérfræðingar í tölvuglæpum munu hópast í hundraðatali hingað til lands í haust, þegar ein stærsta tölvuöryggis-ráðstefna heims verður haldin í Hörpu. Hrund Þórsdóttir ræddi við bandarískan sérfræðing sem fæst meðal annars við að brjótast inn í tölvukerfi.

Egyptaland: Herinn skaut á óbreytta borgara við bænahald

Yfir 30 manns hafa látist og vel yfir eitt þúsund eru sárir vegna átaka í Egyptalandi í kjölfar þess að herinn steypti forseta landsins, Mohamed Morsi, af stóli á miðvikudaginn. Í meðfylgjandi frétt sjást myndir af því þegar herinn skaut á almenna borgara við bænahald.

29 nemendur brenndir lifandi í Nígeríu

Herskáir íslamistar réðust inn í heimavistarskóla í Potiskum í Nígeríu þar sem þeir myrtu 29 nemendur og einn kennara á hrottafenginn hátt.

Bíll festist í Austdalsá

Klukkan hálffjögur í dag var Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði kölluð út vegna bíls sem var fastur í Austdalsá rétt austan við byggðarlagið.

Pablo Escobar Ítalíu handtekinn

Lögregluyfirvöld í Kólumbíu segja að Roberto Pannunzi, foringi ítölsku mafíunnar Calabrían, hafi verið handtekinn, en mafían stendur á bak við umfangsmikil eiturlyfjasmygl í Evrópu, að sögn breska ríkisútvarpsins.

"Margir illa útbúnir bílar á ferðinni"

Rúta með fjórtán ferðalanga innanborðs festist í Hellisá á Lakaleið á hádegi í dag. Vatn flæddi inn í rútuna og náði vatnið fólkinu upp að mitti þar sem þar var dýpst.

Vuhl sportari frá Mexíkó

Er með 285 hestafla EcoBoost vél frá Ford og tekur sprettinn í hundraðið á 3,7 sekúndum.

Ferðalangarnir komnir á þurrt

Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út fyrir stuttu vegna rútu sem föst er í Hellisá á Lakaleið.

Viðvörun frá Veðurstofu

Í dag mun hvessa á austanverðu landinu. Búast má við hvassviðri þar í kvöld og í nótt, jafnvel stormi við norðausturströndina.

Snowden sendi íslenskum þingmönnum bréf

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden sendi íslenskum þingmönnum bréf, áður en meirihluti þeirra hafnaði því að veita honum íslenskan ríkisborgararétt.

Hestamenn ríða þvert yfir Ísland

Fjórir hestamenn, sem ætla ríðandi milli Bjargtanga og Dalatanga, og brúa þannig vestustu og austustu byggðir Íslands, Vesturbyggð og Fjarðabyggð, lögðu í gær upp í seinni áfanga leiðangursins, frá Skagafirði til Austfjarða.

Mig langar að vera gott fordæmi

María Rut Kristinsdóttir hafði upplifað ýmislegt þegar hún varð móðir, aðeins átján ára gömul. Fimmtán ára bjó hún ein á Ísafirði og lifði á kakósúpu og fiskibollum og sextán ára svaf hún í hálft ár á dýnu heima hjá Illuga Gunnarssyni. Í dag er hún orðin formaður Stúdentaráðs og dregur sem slíkur hvergi af sér í baráttu gegn Illuga, sem er eins og annar faðir hennar.

Ógnaði fólki með kylfu

Maður var handtekinn við skemmtistað á Akranesi í nótt eftir að hann ógnaði fólki með kylfu.

Jafn mikið fjöregg og Harpan í Reykjavík

Fjörutíu herbergja hótel á Patreksfirði hefur álíka áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og Harpan í Reykjavík segir bæjarstóri. Fyrirtæki sem áður sérhæfði sig í gönguferðum með leiðsögn er orðið að umfangsmikilli ferðaskrifstofu.

Eitrað inngrip í dýrmætt mýrlendi

Skógrækt ríkisins hefur gengið harkalega fram í skógrækt sem hefur mikið rask í för með sér fyrir votlendi, öflugastu vistkerfi landsins. Hernaður gegn landinu að mati Náttúrustofnunar Íslands.

Þrír á þrítugsaldri undir áhrifum

Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í miðborginni í nótt vegna gruns um að vera undir áhrifum vímuefna við akstur. Þeir voru allir fluttir á lögreglustöð til sýnatöku og var svo sleppt að henni lokinni.

"Sérstakir töfrar í loftinu"

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men fær lofsamlega dóma fyrir tónleika sína á Hróarskelduhátíðinni í gærkvöldi.

Mannfall í Egyptalandi

Að minnsta kosti 26 létust og rúmlega 300 særðust í áframhaldandi átökum í Egyptalandi í gær.

Porsche selur og selur

Seldi 18% fleiri bíla á fyrri helmingi ársins en á sama tíma í fyrra.

Mandela enn í lífshættu

Nelson Mandela var í dái fyrir rúmri viku en náði sér á strik og hefur verið með meðvitund í vikunni. Nýbirt dómsskjöl vísa til ástandsins fyrir síðustu helgi.

Snowden fær hæli í Venesúela

Bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden hefur verið boðið hæli í Venesúela. Þetta tilkynnti Nicolas Maduro, forseti landsins, fyrr í kvöld.

Íslensk fjölskylda flutt á slysadeild

Þriggja bíla árekstur varð undir Hafnarfjalli þegar húsbíll fauk yfir á öfugan vegarhelming, svo að flytja þurfti þrjá með sjúkrabíl á slysadeild. Enginn er alvarlega slasaður.

Leyfilegur heildarafli aukinn

Heildarverðmæti allra fisktegunda eykst á næsta fiskveiðiári um fimmtán milljarða vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra sem ætlar að fara að ráðum Hafrannsóknar-stofnunnar um veiðar á næsta ári. Áætlað er að útflutningsverðmæti sjávarafurða aukist um 15 milljarða.

Griðasvæðið fært í fyrra horf

Sjávarútvegsráðherra felldi úr gildi í dag ákvörðun forvera síns um að stækka griðasvæði hvala í Faxaflóa. Formaður Hvalaskoðunar-samtaka Íslands er mjög ósáttur við ákvörðunina og segir hrefnuna gæfari eftir að hvalveiðar voru bannaðar á stærra svæði.

Minntust dauðalestarinnar í Hvalfirði

Í Hernámssetrinu í Hvalfirði var boðið til móttöku í dag í tilefni 71 árs brottfararafmælis PQ-17 skipalestarinnar. Þar tóku staðahaldarar á móti gjöfum frá Rússlandi og skálað var í vodka.

Ólöglega búið í húsum í Hafnarfirði

Skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar hefur staðið í langvinnu stríði við marga byggingarstjóra vegna vanefnda og ókláraðra verka. Algengt er að fólk og fyrirtæki flytji inn í hús sem ekki hafa farið í gegnum öryggisúttektir, eins og lög segja til um.

Vonskuveður víða um land

Vont veður er nú víða um land, en á Selfossi hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða mótshaldara á Unglingalandsmóti UMFÍ við að trjóðra niður tjöld.

Svört skýrsla um stjórnun Eirar

Fyrrum stjórnendur hjúkrunarfélagsins Eirar eyddu 2,7 milljónum króna í flugferðir, gistingu og veitingar erlendis fyrir sig og fjölskyldumeðlimi sína, sem ekki þykir sýnt að eigi sér eðlilegar skýringar.

Skorar á aðgerðasinna að fara fram á aðgang

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst í gær að þeirri niðurstöðu að lögreglustjóra höfðborgarsvæðisins bæri að veita Evu Hauksdóttur aðgang að hluta skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um Búsáhaldabyltinguna 2008 – 2009.

Sjá næstu 50 fréttir