Innlent

Bíll festist í Austdalsá

Klukkan hálffjögur í dag var Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði kölluð út vegna bíls sem var fastur í Austdalsá rétt austan við byggðarlagið.

Öllum farþegum bílsins tókst að komast frá borð utan eins, eldri konu sem var innlyksa í honum út í ánni. Auk björgunarsveitarinnar var kallaður til sjúkrabíll. Voru viðbragðsaðilarnir snöggir á staðinn og búið er að koma konunni og bílnum á þurrt land.

Hún nýtur nú aðhlynningar í sjúkrabílnum en virðist ætla að komast heil frá volkinu.

Slysvarnafélagið Landsbjörg hvetur ferðalanga eindregið til þess að skoða afar vel aðstæður á þeim svæðum sem ferðast á um. Miklar rigningar hafa verið að undanförnu og ljóst að margar ár hafa vaxið gríðarlega auk þess sem vegir kunna að hafa spillst í bleytutíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×