Eitrað inngrip í dýrmætt mýrlendi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júlí 2013 10:00 Borgþór Magnússon, vistfræðingur hjá Náttúrustofnun Íslands, furðar sig á vali staðsetningar skógræktarinnar. Skógrækt ríkisins hefur gengið harkalega að dýrmætu votlendissvæði sem Votlendisnefnd ásamt Náttúrustofnun Íslands hefur unnið að því að endurheimta síðan árið 1996. Dagmálatjörn í Biskupstungum var fyrsta tjörnin sem endurheimt var í tilraunaverkefni Votlendisnefndar, en hún hafði það hlutverk að endurheimta mýrlendi sem þurrkað hafði verið upp, og tókst aðgerðin vel að mati aðstandenda. Nú, fimmtán árum síðar leiðir vettvangsrannsókn í ljós að eitrað hefur verið fyrir kjarr- og mýrlendisgróðri á stóru svæði austan tjarnarinnar og sitkagreni plantað í landið. Náttúrufræðistofnun Íslands kallar þetta hernað gegn landinu. „Ég set spurningarmerki við það að vera að rækta skóga í mýrlendi. Mýrarnar eru einhver sterkustu og öflugustu vistkerfi sem við eigum hér á landi,“ segir Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur og formaður vistfræðideildar hjá Náttúrustofnun Íslands. Hann segir að varlega verði að fara í aðgerðir af þessu tagi.„Ég tók eftir því að það var búið að úða eitri á mýrarsvæði við tjörnina. Mér fannst þetta nokkuð harkalega fram gengið í skógræktinni, að vera að eyða þessum náttúrulega gróðri til þess að ryðja fyrir skógi alveg þarna á tjarnarbakkanum.“ Skógræktin sem um ræðir er hluti af landshlutaverkefni í skógrækt, nánar tiltekið Suðurlandsskógaverkefni. „Jarðirnar eru teknar út, gróðurfar þeirra metið og valið það land sem er talið henta best til skógræktar. Svo velja þeir væntanlega trjátegundir með tilliti til skilyrða landsins,“ útskýrir Borgþór. Að mati Náttúrustofnunar geti skógrækt af þessu tagi varla verið talin fara fram í sátt við umhverfið en það er leiðbeiningarregla skógræktarinnar.„Það hefði verið æskilegt að svæðið hefði fengið að njóta sín án mikils rasks. Þarna fara af stað aðgerðir alveg inn á svæðið, manni finnst þetta rekast saman og menn ekki taka tillit til þess sem var.“ Borgþór leggur áherslu á mikilvægi aðgerða sem stefna að því að endurheimta votlendi þar sem að með því sé hægt að draga mikið úr gróðurhúsaáhrifum. „Jafnframt eru þessar aðgerðir til þess fallnar að koma náttúrunni nær því að vera í upprunalegu horfi. Ríkið er að greiða fyrir því að raska þeim enn frekar.“ Ekki náðist í forsvarsmann Suðurlandskógaverkefnis á vegum Skógræktar ríkisins við gerð fréttarinnar. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Sjá meira
Skógrækt ríkisins hefur gengið harkalega að dýrmætu votlendissvæði sem Votlendisnefnd ásamt Náttúrustofnun Íslands hefur unnið að því að endurheimta síðan árið 1996. Dagmálatjörn í Biskupstungum var fyrsta tjörnin sem endurheimt var í tilraunaverkefni Votlendisnefndar, en hún hafði það hlutverk að endurheimta mýrlendi sem þurrkað hafði verið upp, og tókst aðgerðin vel að mati aðstandenda. Nú, fimmtán árum síðar leiðir vettvangsrannsókn í ljós að eitrað hefur verið fyrir kjarr- og mýrlendisgróðri á stóru svæði austan tjarnarinnar og sitkagreni plantað í landið. Náttúrufræðistofnun Íslands kallar þetta hernað gegn landinu. „Ég set spurningarmerki við það að vera að rækta skóga í mýrlendi. Mýrarnar eru einhver sterkustu og öflugustu vistkerfi sem við eigum hér á landi,“ segir Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur og formaður vistfræðideildar hjá Náttúrustofnun Íslands. Hann segir að varlega verði að fara í aðgerðir af þessu tagi.„Ég tók eftir því að það var búið að úða eitri á mýrarsvæði við tjörnina. Mér fannst þetta nokkuð harkalega fram gengið í skógræktinni, að vera að eyða þessum náttúrulega gróðri til þess að ryðja fyrir skógi alveg þarna á tjarnarbakkanum.“ Skógræktin sem um ræðir er hluti af landshlutaverkefni í skógrækt, nánar tiltekið Suðurlandsskógaverkefni. „Jarðirnar eru teknar út, gróðurfar þeirra metið og valið það land sem er talið henta best til skógræktar. Svo velja þeir væntanlega trjátegundir með tilliti til skilyrða landsins,“ útskýrir Borgþór. Að mati Náttúrustofnunar geti skógrækt af þessu tagi varla verið talin fara fram í sátt við umhverfið en það er leiðbeiningarregla skógræktarinnar.„Það hefði verið æskilegt að svæðið hefði fengið að njóta sín án mikils rasks. Þarna fara af stað aðgerðir alveg inn á svæðið, manni finnst þetta rekast saman og menn ekki taka tillit til þess sem var.“ Borgþór leggur áherslu á mikilvægi aðgerða sem stefna að því að endurheimta votlendi þar sem að með því sé hægt að draga mikið úr gróðurhúsaáhrifum. „Jafnframt eru þessar aðgerðir til þess fallnar að koma náttúrunni nær því að vera í upprunalegu horfi. Ríkið er að greiða fyrir því að raska þeim enn frekar.“ Ekki náðist í forsvarsmann Suðurlandskógaverkefnis á vegum Skógræktar ríkisins við gerð fréttarinnar.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Sjá meira