Minntust dauðalestarinnar í Hvalfirði 5. júlí 2013 18:47 Í Hernámssetrinu í Hvalfirði var boðið til móttöku í dag í tilefni 71 árs brottfararafmælis PQ-17 skipalestarinnar. Það var í júnílok árið 1942 sem fjölmenn skipalestin lagði upp með stefnu á Arkangelsk við Hvítahafið með bandarísk vopn um borð fyrir 700 miljónir dollara, send til þess að vígbúa 50 þúsund rússneska hermenn, í baráttunni gegn nasismanum. Af þeim 33 skipum sem lögðu af stað frá Hvalfirðinum átti aðeins þriðjungurinn afturkvæmt til hafnar. Því þann 4. júlí voru 22 skipanna skotin niður af þýskum kafbátum og flugvélum og með þeim fórust 153 menn og sukku til botns í Norðuríshafinu. Aðeins níu skip skiluðu sér til hafnar. PQ-17 lestin hlaut því nafnið dauðalestin. Af tilnefninu afhenti Rússneska sendiráðið á íslandi hernámssafninu einkennisbúninga úr seinni heimstyrjöldinni ásamt eftirlíkingum af skotvopnum þess tíma. Safnið fagnar einnig árs afmæli sínu um þessar mundir. Andrey Tsyganov, sendiherra Rússlands sagði gjöfina fyrst og fremst þakkarvott til safnsins fyrir að varðveita mikilvæga sögu. Eigandi Safnsins Guðjón Sigmundsson var að vonum ánægður með gjöfina. ,,Þetta hefur alveg gífurlega þýðingu fyrir safnið og lyftir þessari starfsemi upp á annað plan finnst mér," sagði Guðjón. Skálað var í vodka og víni og svo fluttu sveitungar tónlistaratriði, íslensk og rússnesk, við mikinn fögnuð nærstaddra. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í Hernámssetrinu í Hvalfirði var boðið til móttöku í dag í tilefni 71 árs brottfararafmælis PQ-17 skipalestarinnar. Það var í júnílok árið 1942 sem fjölmenn skipalestin lagði upp með stefnu á Arkangelsk við Hvítahafið með bandarísk vopn um borð fyrir 700 miljónir dollara, send til þess að vígbúa 50 þúsund rússneska hermenn, í baráttunni gegn nasismanum. Af þeim 33 skipum sem lögðu af stað frá Hvalfirðinum átti aðeins þriðjungurinn afturkvæmt til hafnar. Því þann 4. júlí voru 22 skipanna skotin niður af þýskum kafbátum og flugvélum og með þeim fórust 153 menn og sukku til botns í Norðuríshafinu. Aðeins níu skip skiluðu sér til hafnar. PQ-17 lestin hlaut því nafnið dauðalestin. Af tilnefninu afhenti Rússneska sendiráðið á íslandi hernámssafninu einkennisbúninga úr seinni heimstyrjöldinni ásamt eftirlíkingum af skotvopnum þess tíma. Safnið fagnar einnig árs afmæli sínu um þessar mundir. Andrey Tsyganov, sendiherra Rússlands sagði gjöfina fyrst og fremst þakkarvott til safnsins fyrir að varðveita mikilvæga sögu. Eigandi Safnsins Guðjón Sigmundsson var að vonum ánægður með gjöfina. ,,Þetta hefur alveg gífurlega þýðingu fyrir safnið og lyftir þessari starfsemi upp á annað plan finnst mér," sagði Guðjón. Skálað var í vodka og víni og svo fluttu sveitungar tónlistaratriði, íslensk og rússnesk, við mikinn fögnuð nærstaddra.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira