Innlent

Ógnaði fólki með kylfu

Akranes
Akranes
Maður var handtekinn við skemmtistað á Akranesi í nótt eftir að hann ógnaði fólki með kylfu.

Reyndist hann vera með nokkuð af fíkniefnum í fórum sínum og gisti því fangageymslu í nótt. Hann verður yfirheyrður síðar í dag.

Þá gekk lögreglan á Akranesi í milli tveggja manna sem höfðu rokið saman í nótt. Róuðust þeir fljótt og engin eftirmál urður, að sögn lögreglu.

Lögreglan í bænum hafði þó í ýmsu að snúast enda fer bæjarhátíðin Írskir dagar þar fram um helgina. Þrír voru teknir fyrir fíkniefnaakstur, þar af reyndust tveir af þeim vera með fíkniefni í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×