Innlent

Ferðalangarnir komnir á þurrt

Myndin tengist frétt ekki beint.
Myndin tengist frétt ekki beint. Úr safni
Uppfært 12:53

Björgunarsveitarmenn hafa nú komið ferðalöngunum til bjargar og eru þeir allir komnir á þurrt.

Er verið að þurrka þá og hlúa að þeim í Econoline bifreiðar björgunarsveitarinnar.

Ekkert amar að fólkinu en þau eru þó blaut og einhver voru skelkað eins og eðlilegt er. Einnig tókst með Ural fjalltrukk sveitarinnar að draga rútuna á þurrt en hún er ekki gangfær.

Fólkið verður því flutt á bílum björgunarsveitarinnar Kyndils niður á Kirkjubæjarklaustur og mun ferðaskrifstofan þeirra taka við þeim þar.

Reiknað er með að fólkið komi á Klaustur eftir um eina klukkustund.

-

Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri var kölluð út fyrir stuttu vegna rútu sem föst er í Hellisá á Lakaleið.

Um fjórtán manns eru í rútunni og mun vatnið í henni vera mittishátt þar sem það er dýpst.

Ekki er þó talin mikil hætta á ferðum þar sem fólkið getur prílað upp í sæti og þarf því ekki að standa í vatninu nema að hluta.

Björgunarsveitin er nú á hraðferð á staðinn og mun freista þess að ná fólkinu frá borði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×