Fleiri fréttir

Ekkert lát á leiðindaveðri

Leiðindaveðrið sem verið hefur að undanförnu er ekki á undanhaldi. Veðrið er svo leiðinlegt að það kemst ekki í sögubækur vegna þessara þrálátu leiðinda þó lægðirnar bíði í röðum. En, fyrir norðan og austan leika menn við hvurn sinn fingur.

Brotist inn í veiðihús

Brotist var inn í veiðihús í landi Syðri Brúar í Grímsnesi aðfaranótt síðastliðins föstudag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Átta fluttir á heilsugæsluna eftir árekstur

Harður árekstur varð á Skeiðavegi á móts við Skálholtsveg um klukkan níu á föstudagskvöld samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Tvö ökutæki voru í samfloti en ökumaður fremri bifreiðarinnar ætlaði að beygja til vinstri og dró úr hraða og stöðvaði með þeim afleiðingum að bifreiðin sem var á eftir skall harkalega aftaná henni.

Óánægja læknakandídata eykst

Aðeins 26 prósent læknakandídata eru ánægðir í starfi hjá Landsspítalanum samkvæmt viðamikilli könnun sem gerð var á spítalanum.

Vöruðu lögregluna við fyrir morðið

Vinir unga mannsins sem stakk tvo menn og eina konu í Varberg í Svíþjóð í gær vöruðu lögregluna við áður en hann gekk berserksgang og gáfu lýsingu á honum.

Hertz býður sportbílaúrval

Leigja má Aston Martin V8 Vantage, Ferrari F430 Spider, Lamborghini Gallardo, Audi R8 og marga fleiri sportbíla.

Skjölunum um bin Laden forðað

Skjölin um árásina á Osama bin Laden vorið 2011 hafa verið flutt til leyniþjónustunnar CIA úr varnarmálaráðuneytinu. Þannig á að vera tryggt að þau verði aldrei gerð opinber.

Castro styður Snowden

Stuðningur Castro skiptir máli því beinast liggur við fyrir Snowden að fljúga til Havana.

Óvenju lítil umferð um helgina

Samadóma álit lögreglumanna á Suðvesturlandi er að umferðin um helgina hafi verið mun minni en búist var við, og talsvert minni en sömu helgi í fyrra.

Árás í austurborginni

Lögreglunni var tilkynnt um líkamsárás í austurborginni um átta leitið í gærkvöldi og voru lögreglumenn þegar sendir á vettvang.

Kúm bjargað úr brennandi fjósi

Hátt í 60 kúm var bjargað á síðustu stundu út úr brennandi fjósi að bænum Egg í Hegranesi í Skagafirði í nótt.

Aldursmunur foreldra eins í dag og fyrir 150 árum

Munur á meðalaldri karla og kvenna við fyrsta barn hefur verið þrjú ár í 150 ár. Ætti ekki að eiga við í dag, segir sagnfræðingur. Endurspeglar gamlar hugmyndir um valdaskiptingu kynjanna, segir kynjafræðingur.

Óvíst hvort nýr forseti tekur við bráðlega

Ekkert lát er á harkalegum átökum milli stuðningsmanna forsetans fyrrverandi, Mohammad Morsi, og andstæðinga hans. Óvíst er hvort enn standi til að Mohammed Elbaradei taki við embætti forseta af yfirdómara stjórnlagadómstólsins.

Aðstaða bætt fyrir vestan

Sjálfboðaliðar frá bresku samtökunum BTCV hafa lyft grettistaki í aðstöðu fyrir ferðamenn á nokkrum verndarsvæðum Vestfjarðar í umboði Umhverfisstofnunar.

Semja við Breta um arnfirskt hafkalk

Fyrirtæki á Bíldudal stendur í samningum við bresk fyrirtæki um útflutning og dreifingu á fæðubótarefninu Hafkalki. Fimmtíu þúsund box voru seld innanlands í fyrra. Umfangið fjórfaldast ef af samningum verður segir stofnandinn.

Ræktar vindlatóbak og perur á Þingeyri

Tóbaksræktun lofar góðu á Þingeyri og Hvammstanga. Fyrir vestan er ræktað Havana Golden-tóbak og húsbóndinn vonast til að vefja vindla á næstu Dýrafjarðardögum. Húsfreyjan er einnig með mörg framandi tré í garði sínum.

Óttast að allt að 80 hafi farist

Óttast er að allt að 80 manns hafi látist þegar ómönnuð olíuflutningalest fór út af sporinu í miðjum smábæ í Kanada og sprakk. Tugir bygginga eyðilögðust í sprengingunni og í brunanum sem fylgdi í kjölfarið.

"Dulbúin en þó greinileg hótun"

Bandarísk yfirvöld sendu Íslendingum bréf þar sem þau fara fram á að Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands.

Tveir bátar á leið til hvalveiða í Faxaflóa

Útlit er fyrir að tveir hrefnuveiðibátar verði í Faxaflóanum í ágúst. Undanfarin ár hefur hvalveiðibáturinn Hrafnreyður verið einn á veiðum í flóanum en nú eftir helgi mun nýr bátur hefja veiðar í flóanum.

Umferðin farin að þyngjast

Umferð til borgarinnar er farin að þyngjast eftir þessa stærstu ferðahelgi ársins. Þó er minni umferð á þjóðveginum og á sama tíma í fyrra, en slæmt veður um helgina spilar eflaust þar inn í.

Suðlægar áttir yfir landinu

Í dag er spáð sunnanátt og rigningu víðast hvar á landinu. Á suður og suðvesturlandi verður hitinn á bilinu 10 til 12 stig en á norður og austurlandi 17 til 20 stig.

Kanínur skotnar á færi á Selfossi

Umhverfisráðuneytið hefur gefið Sveitarfélaginu Árborg leyfi fyrir að drepa kanínur á Eyrarbakka og á Selfossi en kanínur hafa fjölgað sér gríðarlega mikið á þessum tveimur stöðum og valda miklu tjóni í görðum fólks og víðar.

"Þetta var eins og í bíómynd"

Lögregluyfirvöld í Kanada segja að tala látinna kunni að hækka eftir að flutningalest, sem var hlaðin olíu, fór út af sporinu í austurhluta landsins í nótt. Yfir hundrað er saknað.

"Það er alltaf góð stemming á Hróarskeldu"

Hljómsveitin Sigurrós fær afbragðsdóma fyrir frammistöðu sína á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu í gærkvöld. Viðstaddir segja að andrúmsloftið hafi verið einstakt. Orri Páll Dýrason, trommari sveitarinnar segir alltaf gaman að spila á hátíðinni og sérstakt hafi verið að spila í gær.

Skrýtið að fótboltabullur gegni pólitísku hlutverki

Fréttir bárust af því í gærkvöldi að leiðtogi uppreisnarmanna í Egyptalandi, Mohamed ElBaradei, hefði verið skipaður forsætisráðherra landsins en það var síðan dregið til baka. Formaður Félags múslima á Íslandi segir ljóst að samstaðan innan andstöðunnar sé lítil.

"Þetta kom bara til mín, ég veit ekki afhverju"

Ólafur Darri Ólafsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi fyrir leik sinn í kvikmyndinni XL. Hann segir óvenjulega þakkarræðu sína hafa vakið mikla athygli í gærkvöldi.

Rakst utan í varnargarð

Talið er að flugvél flugfélagsins Asiana, sem brotlenti á alþjóðaflugvellinum í San Francisco í Bandaríkjunum í gærkvöldi, hafi rekist í varnargarð áður en hún átti að koma inn til lendingar. Tveir létust og yfir 180 eru slasaðir.

Sjá næstu 50 fréttir