Innlent

Castro styður Snowden

Jakob Bjarnar skrifar
Castor lýsti Snowden sem hugsjónarmanni miklum og telur að honum eigi að veita hæli.
Castor lýsti Snowden sem hugsjónarmanni miklum og telur að honum eigi að veita hæli.
Raul Castro forseti Kúbu bættist í hóp vinstri sinnaðra þjóðarleiðtoga í Suður-Ameríku sem hafa lýst því yfir að veita eigi uppljóstraranum Eward Snowden hæli.

Castro lýsti Snowden við þetta tækifæri sem manni sem fórnar sér fyrir hugsjónir sínar.

Forsetanum láðist þó að geta þess hvort Kúba ætlaði að veita honum skjól og landvistarleyfi, sem er lykilatriði en stuðningur Castro skiptir máli því beinast liggur við fyrir Snowden að fljúga til Havana en þangað er beint flug frá Rússlandi, þar sem Snowden er talin dveljast í flughöfn.

Frá Havana er leiðin svo greið til Venezuela, Bólivíu eða Nígaragúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×