Innlent

Árás í austurborginni

Gissur Sigurðsson skrifar
Óljóst er um málsatvik í tilkynningu lögregu um líkamsárás í austurborginni.
Óljóst er um málsatvik í tilkynningu lögregu um líkamsárás í austurborginni. Mynd úr safni
Lögreglunni var tilkynnt um líkamsárás í austurborginni um átta leitið í gærkvöldi og voru lögreglumenn þegar sendir á vettvang.

Þar mættu þeir gerendunum, sem voru í bíl á leið af staðnum, og stöðvuðu þá. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum fíkniefna og voru allir í bílnum handteknir. Ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar á hvern var ráðist, hvort hann meiddist, eða hver ástæðan var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×