"Forsetinn samkvæmum sjálfum sér ef hann neitar að skrifa undir lögin" Hjörtur Hjartarson skrifar 7. júlí 2013 18:50 Forseti Íslands á erfiða ákvörðun fyrir höndum um hvort hann eigi að staðfesta lög um breytingar á veiðigjöldum eða ekki, segir prófessor í stjórnmálafræði. Hann telur þó að Ólafur Ragnar væri samkvæmur sjálfum sér ef að hann neitaði að skrifa undir lögin. Alþingi samþykkti á fimmtudaginn lög um breytingar á veiðigjöldum og verða þau send forsetanum til staðfestingar á næstu dögum. Tæplega 35 þúsund manns skrifuðu undir áskorun þess efnis að hann synji lögunum staðfestingar og fékk Ólafur Ragnar listann í gær. Ætla má að forsetinn liggi nú undir feldi og hugsi hvaða skref skuli taka. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forsetann í mjög flókinni stöðu og samkvæmt hefðbundnum skilningi 26.grein stjórnarskrárinnar sé ólíklegt að hann neiti að skrifa undir lögin. "Hinsvegar hefur hann áður farið gegn hefðum og venjum hvað varðar forsetaembættið. Hann synjaði Icesave-lögunum sem halda mætti fram að væru erfiðari í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þar er um þjóðréttarsamning er að ræða. Þannig að samkvæmt hans eigin gjörðum áður fyrr er í sjálfu sér ekkert sem útilokar það að hann geti ekki synjað þessum lögum líka staðfestingar."Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Eiríkur segir það vissulega skipta máli hversu margir skrifuðu undir áskorunina. "Jú, að sjálfsögðu skiptir það mjög miklu máli því hann hafði sjálfur sett það fram sem lykilatriði í ákvörðun sinni í fjölmiðlamálinu til að mynda." Eiríkur telur að spá megi fyrir um ákvörðun Ólafs í ljósi þess hvaða ríkisstjórn er nú við völd. "Það hlýtur að koma til álita hjá honum að það geti verið erfitt fyrir hann, sem nánast guðföður þessarar ríkisstjórnar, að ganga gegn grundvallaratriði, því fyrsta sem þessi stjórn leggur fram eftir að hafa tekið við völdum. Að það geti verið erfitt að fara gegn stjórninni svo skömmu eftir valdatökum þeirrar stjórnar sem hann hafði jú eiginlega valið, segir Eiríkur Bergmann. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Forseti Íslands á erfiða ákvörðun fyrir höndum um hvort hann eigi að staðfesta lög um breytingar á veiðigjöldum eða ekki, segir prófessor í stjórnmálafræði. Hann telur þó að Ólafur Ragnar væri samkvæmur sjálfum sér ef að hann neitaði að skrifa undir lögin. Alþingi samþykkti á fimmtudaginn lög um breytingar á veiðigjöldum og verða þau send forsetanum til staðfestingar á næstu dögum. Tæplega 35 þúsund manns skrifuðu undir áskorun þess efnis að hann synji lögunum staðfestingar og fékk Ólafur Ragnar listann í gær. Ætla má að forsetinn liggi nú undir feldi og hugsi hvaða skref skuli taka. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forsetann í mjög flókinni stöðu og samkvæmt hefðbundnum skilningi 26.grein stjórnarskrárinnar sé ólíklegt að hann neiti að skrifa undir lögin. "Hinsvegar hefur hann áður farið gegn hefðum og venjum hvað varðar forsetaembættið. Hann synjaði Icesave-lögunum sem halda mætti fram að væru erfiðari í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þar er um þjóðréttarsamning er að ræða. Þannig að samkvæmt hans eigin gjörðum áður fyrr er í sjálfu sér ekkert sem útilokar það að hann geti ekki synjað þessum lögum líka staðfestingar."Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Eiríkur segir það vissulega skipta máli hversu margir skrifuðu undir áskorunina. "Jú, að sjálfsögðu skiptir það mjög miklu máli því hann hafði sjálfur sett það fram sem lykilatriði í ákvörðun sinni í fjölmiðlamálinu til að mynda." Eiríkur telur að spá megi fyrir um ákvörðun Ólafs í ljósi þess hvaða ríkisstjórn er nú við völd. "Það hlýtur að koma til álita hjá honum að það geti verið erfitt fyrir hann, sem nánast guðföður þessarar ríkisstjórnar, að ganga gegn grundvallaratriði, því fyrsta sem þessi stjórn leggur fram eftir að hafa tekið við völdum. Að það geti verið erfitt að fara gegn stjórninni svo skömmu eftir valdatökum þeirrar stjórnar sem hann hafði jú eiginlega valið, segir Eiríkur Bergmann.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira