Innlent

Suðlægar áttir yfir landinu

Í dag er spáð sunnanátt og rigningu víðast hvar á landinu. Á suður og suðvesturlandi verður hitinn á bilinu 10 til 12 stig en á norður og austurlandi 17 til 20 stig - víðast 8 til 13 metrar á sekúndu.

Nú eftir hádegi var 20 stiga hiti á Húsavík og 19 stig á Egilsstöðum.

Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að leiðindaveðrið í gær hafi gengið hratt yfir í nótt, og nú séu suðlægar áttir yfir landinu.

Þó er spáð vætu á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×