Ekkert lát á leiðindaveðri Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 8. júlí 2013 12:44 Ekki sér fyrir endann á þeirri ótíð sem verið hefur að undanförnu. Frá því var greint á Vísi í morgun að umferð til höfuðborgarinnar, þessa einu mestu ferðahelgi ársins, hefði verið óvenju lítil og er það samadóma álit lögreglumanna á Suðvesturlandi: Umferðin um helgina var mun minni en búist var við og talsvert minni en sömu helgi í fyrra. Þetta er rakið til leiðindaveðurs. Menn eru nú farnir að spyrja sig hvort ótíðin fari ekki í sögubækur? Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir að það fari eftir því hvaðan er horft, sumarveðrinu hefur verið misskipt. Í Reykjavík var meðalhiti í júní 9,9 stig sem er 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Júní árið 2011 var þó kaldari en nú. Meðan hefur verið óvenju hlýtt á Akureyri. Þar var meðalhitinn 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í sextíu ár eða síðan 1953. Ótíðin stefnir ekki í sögubækur. "Í raun ekki. Þetta er meira eins og sumrin voru hér áður fyrr. Við erum bara orðin svo góðu vön eftir mjög góð síðustu þrjú til fjögur ár," segir Óli Þór. Veðurfræðingum virðist reyndar einkar lagið að bera sig vel og gera lítið úr leiðinda veðri. Landsmenn þeir sem búa á Suð-Vesturhorninu fá því ekki að orna sér við fjálglegar yfirlýsingar um að þetta sé versta sumar í manna minnum. Það þrátt fyrir að ekkert annað sé í kortunum en suddinn einn og lægðagangur: "Lengst af verður það, já. Það koma náttúrlega dagar með einhverjum götum en það er mikill lægðagangur sem kemur úr suð-vestri hér upp að landinu og þar af leiðandi rignir mest á okkur hér á Suð-Vesturlandinu." Þar hafa menn það... regnfataframleiðendur gleðjast en golfarar og grillarar gráta. Í það minnsta á Suð-Vesturhorninu. Hægt er að fylgjast nánar með veðurspánni á Veðursíðu Vísis. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Ekki sér fyrir endann á þeirri ótíð sem verið hefur að undanförnu. Frá því var greint á Vísi í morgun að umferð til höfuðborgarinnar, þessa einu mestu ferðahelgi ársins, hefði verið óvenju lítil og er það samadóma álit lögreglumanna á Suðvesturlandi: Umferðin um helgina var mun minni en búist var við og talsvert minni en sömu helgi í fyrra. Þetta er rakið til leiðindaveðurs. Menn eru nú farnir að spyrja sig hvort ótíðin fari ekki í sögubækur? Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir að það fari eftir því hvaðan er horft, sumarveðrinu hefur verið misskipt. Í Reykjavík var meðalhiti í júní 9,9 stig sem er 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Júní árið 2011 var þó kaldari en nú. Meðan hefur verið óvenju hlýtt á Akureyri. Þar var meðalhitinn 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í sextíu ár eða síðan 1953. Ótíðin stefnir ekki í sögubækur. "Í raun ekki. Þetta er meira eins og sumrin voru hér áður fyrr. Við erum bara orðin svo góðu vön eftir mjög góð síðustu þrjú til fjögur ár," segir Óli Þór. Veðurfræðingum virðist reyndar einkar lagið að bera sig vel og gera lítið úr leiðinda veðri. Landsmenn þeir sem búa á Suð-Vesturhorninu fá því ekki að orna sér við fjálglegar yfirlýsingar um að þetta sé versta sumar í manna minnum. Það þrátt fyrir að ekkert annað sé í kortunum en suddinn einn og lægðagangur: "Lengst af verður það, já. Það koma náttúrlega dagar með einhverjum götum en það er mikill lægðagangur sem kemur úr suð-vestri hér upp að landinu og þar af leiðandi rignir mest á okkur hér á Suð-Vesturlandinu." Þar hafa menn það... regnfataframleiðendur gleðjast en golfarar og grillarar gráta. Í það minnsta á Suð-Vesturhorninu. Hægt er að fylgjast nánar með veðurspánni á Veðursíðu Vísis.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira