Ekkert lát á leiðindaveðri Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 8. júlí 2013 12:44 Ekki sér fyrir endann á þeirri ótíð sem verið hefur að undanförnu. Frá því var greint á Vísi í morgun að umferð til höfuðborgarinnar, þessa einu mestu ferðahelgi ársins, hefði verið óvenju lítil og er það samadóma álit lögreglumanna á Suðvesturlandi: Umferðin um helgina var mun minni en búist var við og talsvert minni en sömu helgi í fyrra. Þetta er rakið til leiðindaveðurs. Menn eru nú farnir að spyrja sig hvort ótíðin fari ekki í sögubækur? Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir að það fari eftir því hvaðan er horft, sumarveðrinu hefur verið misskipt. Í Reykjavík var meðalhiti í júní 9,9 stig sem er 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Júní árið 2011 var þó kaldari en nú. Meðan hefur verið óvenju hlýtt á Akureyri. Þar var meðalhitinn 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í sextíu ár eða síðan 1953. Ótíðin stefnir ekki í sögubækur. "Í raun ekki. Þetta er meira eins og sumrin voru hér áður fyrr. Við erum bara orðin svo góðu vön eftir mjög góð síðustu þrjú til fjögur ár," segir Óli Þór. Veðurfræðingum virðist reyndar einkar lagið að bera sig vel og gera lítið úr leiðinda veðri. Landsmenn þeir sem búa á Suð-Vesturhorninu fá því ekki að orna sér við fjálglegar yfirlýsingar um að þetta sé versta sumar í manna minnum. Það þrátt fyrir að ekkert annað sé í kortunum en suddinn einn og lægðagangur: "Lengst af verður það, já. Það koma náttúrlega dagar með einhverjum götum en það er mikill lægðagangur sem kemur úr suð-vestri hér upp að landinu og þar af leiðandi rignir mest á okkur hér á Suð-Vesturlandinu." Þar hafa menn það... regnfataframleiðendur gleðjast en golfarar og grillarar gráta. Í það minnsta á Suð-Vesturhorninu. Hægt er að fylgjast nánar með veðurspánni á Veðursíðu Vísis. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Ekki sér fyrir endann á þeirri ótíð sem verið hefur að undanförnu. Frá því var greint á Vísi í morgun að umferð til höfuðborgarinnar, þessa einu mestu ferðahelgi ársins, hefði verið óvenju lítil og er það samadóma álit lögreglumanna á Suðvesturlandi: Umferðin um helgina var mun minni en búist var við og talsvert minni en sömu helgi í fyrra. Þetta er rakið til leiðindaveðurs. Menn eru nú farnir að spyrja sig hvort ótíðin fari ekki í sögubækur? Óli Þór Árnason veðurfræðingur segir að það fari eftir því hvaðan er horft, sumarveðrinu hefur verið misskipt. Í Reykjavík var meðalhiti í júní 9,9 stig sem er 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Júní árið 2011 var þó kaldari en nú. Meðan hefur verið óvenju hlýtt á Akureyri. Þar var meðalhitinn 11,4 stig og hefur ekki verið svo hár í sextíu ár eða síðan 1953. Ótíðin stefnir ekki í sögubækur. "Í raun ekki. Þetta er meira eins og sumrin voru hér áður fyrr. Við erum bara orðin svo góðu vön eftir mjög góð síðustu þrjú til fjögur ár," segir Óli Þór. Veðurfræðingum virðist reyndar einkar lagið að bera sig vel og gera lítið úr leiðinda veðri. Landsmenn þeir sem búa á Suð-Vesturhorninu fá því ekki að orna sér við fjálglegar yfirlýsingar um að þetta sé versta sumar í manna minnum. Það þrátt fyrir að ekkert annað sé í kortunum en suddinn einn og lægðagangur: "Lengst af verður það, já. Það koma náttúrlega dagar með einhverjum götum en það er mikill lægðagangur sem kemur úr suð-vestri hér upp að landinu og þar af leiðandi rignir mest á okkur hér á Suð-Vesturlandinu." Þar hafa menn það... regnfataframleiðendur gleðjast en golfarar og grillarar gráta. Í það minnsta á Suð-Vesturhorninu. Hægt er að fylgjast nánar með veðurspánni á Veðursíðu Vísis.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira