Innlent

Aðstaða bætt fyrir vestan

Það er þægilegra að feta sig við Látrabjarg eftir að BTCV-liðar fóru um svæðið.
Það er þægilegra að feta sig við Látrabjarg eftir að BTCV-liðar fóru um svæðið.
Sjálfboðaliðar frá bresku samtökunum BTCV hafa lyft grettistaki í aðstöðu fyrir ferðamenn á nokkrum verndarsvæðum Vestfjarðar í umboði Umhverfisstofnunar.

Hóparnir létu til sín taka við Dynjanda, sem þykir með svipmestu fossum landsins, og í Vatnsfirði, en þar er svokölluð Hellulaug í fjöruborðinu falin fyrir augum vegfarenda. Á Látrabjargi var unnið að tröppum og aðstaðan bætt. Þá var unnið að upprætingu lúpínu sem hefur rutt sér til rúms í Breiðavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×