Fleiri fréttir

Kristján Þór hafði betur

Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði.

Setning um kristin gildi tekin úr ályktun

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum.

Söfnun er góð fyrir sálina

Þótt bæði frímerki og mynt séu nánast að hverfa úr notkun er líflegt á félagsfundum safnara. Að stíga þar inn er eins og að koma á markaðstorg. Menn fletta möppum eða síðum á netinu og á borðum eru haugar af góssi til skoðunar.

Hanna Birna hlaut 95%

Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða.

100 þúsund fengu síðustu blessun páfa

Benedikt páfi sextándi blessaði í síðasta skipti úr glugga sínum við Péturstorg í Róm í dag. Mikil mannfjöldi fylgdist með síðustu blessun páfans.

Bjarni fékk 79%

Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%.

Guðrúnu boðin sviðsstjórastaða á ný

Guðrúnu Pálsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Kópavogs, hefur verið boðið sviðsstjórastarf hjá bænum frá og með fyrsta mars. Fréttastofa Rúv greinir frá þessu.

Óvænt endalok Benedikts páfa

Afsögn Benedikts XVI. páfa kom flestum á óvart og margir hafa lýst efasemdum um að ellihrumleiki sé hin raunverulega ástæða afsagnarinnar. Nokkrar aðrar skýringar hafa verið nefndar, einkum þó frekari vandræði kaþólsku kirkjunnar vegna barnaníðsmála sem t

Sjálfstæðismenn kjósa

Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi.

33 áhorfendur slösuðust í Daytona

Þrjátíu og þrír áhorfendur hið minnsta slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar tíu bíla árekstur varð í bandaríska NASCAR kappakstrinum í Daytona í gærkvöldi.

Útiloka ekki samstarf með Sjálfstæðisflokknum

Vinstri grænir útiloka ekki samstarf með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Tillaga ungliðahreyfingar flokksins um að ekki komi til greina að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn var felld á landsfundi flokksins.

Nokkrir líklegir arftakar

Nokkrir kardínálar hafa verið nefndir oftar en aðrir sem líklegir arftakar Benedikts XVI. páfa. Slíkt eru þó einungis vangaveltur og oft hefur á endanum orðið fyrir valinu kardínáli sem fáum þótti fyrir fram líklegur til að hreppa hnossið.

Frábær skáktilþrif í Hörpu

Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu.

Landsbyggðarflokkurinn stofnaður

Enn einn stjórnmálaflokkurinn var stofnaður nú um helgina þegar stofnfundur Landsbyggðarflokksins var haldin á netinu með þátttakendum víða á landinu.

Risamynd af London

Breska fjarskiptafyrirtækið BT Group hefur birt risamynd af höfðuborg Englands í tilefni þess að Ólympíuleikarnir og Ólympíumótið fóru fram í borginni á síðasta ári.

Hraðinn drepur ekki

Í Bandaríkjunum deyja 136% fleiri í umferðinni en í hraðbrautarlandinu Þýskalandi.

Utanríkisstefna VG til umræðu

Landsfundur Vinstri grænna heldur áfram í dag. Það helsta sem liggur fyrir fundinum er kosning í flokksráð og niðurstöður hópastarfs og afgreiðsla ályktana.

ESB-ályktun Sjálfstæðismanna vekur hörð viðbrögð

Sú ákvörðun landsfundar Sjálfstæðisflokksins að styðja tillögu um að aðildarviðræðum við ESB yrði hætt í stað þess að gert yrði hlé á þeim hefur vakið hörð viðbrögð meðal þeirra sjálfstæðismanna sem vilja klára aðildarviðræður við sambandið.

Lækka eigi áfengiskaupaaldur í átján ár

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær tillögu Sambands ungra sjálfstæðismanna um að áfengiskaupaaldur skuli lækkaður í átján ár. Auk þess skuli selja léttvín og bjór í matvöruverslunum.

Dyravörður sleginn í höfuðið með flösku

Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir í miðbænum í nótt og var dyravörður meðal annars sleginn í höfuðið með flösku. Ekki er vitað um líðan hans en frekari upplýsingar um málin liggja ekki fyrir að svo stöddu segir í tilkynningu frá lögreglu.

Bróðir Pistorius ákærður fyrir morð af gáleysi

Carl Pistorius, bróðir frjálsíþróttakappans Oscar Pistorius sem sakaður er um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði, bíður þess að réttað verði yfir sér í aðskildu morðmáli.

Bannað að mismuna eftir trúarbrögðum

Ásdís Halla Bragadóttir, Sjálfstæðismaður og fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, segir að Landsfundur flokks síns þurfi að afturkalla ályktun um kristin gildi sem samþykkt var á fundinum í gær.

Í fangelsi í 1000 daga

Stuðningsfundir voru haldnir í dag víða um heim til að minnast þess að bandaríski hermaðurinn, Bradley Manning, hefur setið í fangelsi í 1000 daga. Manning er sakaður um að hafa stolið gögnum úr bandaríska utanríkisráðuneytinu og látið þau í hendur WikiLeaks. Manning á að fara fyrir herrétt í næstu viku vegna ásakananna, að því er fram kemur á fréttavef Guardian.

Vélsleðamanni bjargað

Björgunarsveitin Ægir á Grenivík er nú rétt ókomin með slasaðan vélsleðamann niður á þjóðveg. Maðurinn slasaðist við Heiðarhús á Fleyjardal en tilkynning barst björgunarsveit Slysavarnafélagins Landsbjargar á sjötta tímanum í dag.

Pistorius dvelur á heimili frænda síns

Lífið á tryggingu er hafið hjá suður-afríska spretthlauparanum Óskari Pistoríus sem í gær var leystur úr haldi gegn tæplega fjórtán milljóna króna tryggingafé. Forsíður blaðanna fóru hamförum í morgun og sitt sýnist hverjum um framvindu mála.

Vann 48 milljónir í lottói kvöldsins

Einn var með allar tölurnar réttar í lottó kvöldsins og hlaut rúmar 48 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var seldur í áskrift að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Bestu kynlífslýsingar ársins

Rauða hrafnsfjöðrin, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins, var veitt í sjöunda sinn á aðalfundi lestarafélagsins Krumma sem haldinn var á föstudagskvöld. Auður Ava Ólafsdóttir hlaut verðlaunin í þetta skiptið. Fjögur voru tilnefnd til verðlaunanna.

Þrjú rán síðastliðinn sólarhring

Þrjú ofbeldisrán hafa verið framin í verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn þar af tvö í 10-11. Þrír menn voru handteknir nú síðdegis í tengslum við eitt þeirra.

Truflun á suðvesturlandi olli rafmagnsleysinu

Mikilla truflana og straumleysis varð vart hjá rafmagnsnotendum á Norður- og Austurlandi í dag. Ástæðuna má rekja til truflunar hjá stórnotanda á suðvesturlandi.

Stórkostlegt sólgos

Gos á sólinni geta verið margs konar. Sum birtast í formi sólblossa, aðrar sem kórónuskvettur eða þá sem skrýtin form sem eiga rætur sínar að rekja til breytinga í segulsviði.

Audi A3 e-tron eyðir 1,3 lítrum

Með endurbætta 1,4 TFSI vél og 75 kw rafmótor býr bíllinn að 201 hestafli. Verður kynntur á bílasýningunni í Genf í mars.

"Stundum sökuð um að vera ekki há í loftinu“

Katrín Jakobsdóttir þakkaði flokksfélögum sínum traustið eftir að ljóst varð að hún hefði verið kjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Landsfundi flokksins í dag.

Þráðlaust net í þotum fjögurra félaga

Af þeim sextán félögum sem munu halda uppi millilandaflugi frá Íslandi næsta sumar munu fjögur bjóða farþegum upp á nettengingu. Þetta kemur fram á vefsíðunni Túristi.is.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar hljóma eins og af annarri plánetu

Hanna Birna Kristjánsdóttir flutti í dag framboðsræðu sína til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna rifjaði upp sín fyrstu kynni af Landsfundinum, skaut föstum skotum á pólitíska andstæðinga sína og benti á hvernig forgangsraða þyrfti í þágu heimilanna.

Byssumaður á skólalóð MIT

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að byssumaður hafi sést á skólalóð Tækniháskólans í Massachusetts, MIT.

Sjá næstu 50 fréttir