Innlent

Útiloka ekki samstarf með Sjálfstæðisflokknum

Ingveldur Geirsdóttir skrifar
Vinstri grænir útiloka ekki samstarf með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Tillaga ungliðahreyfingar flokksins um að ekki komi til greina að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn var felld á landsfundi flokksins.

Á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í dag er afgreiðsla stjórnmálaályktana mál málanna eftir hópastarf í gær. Tillaga Ungra vinstri grænna um ályktunina Allt er betra en íhaldið, var felld nú í morgun. Vildu þeir að landsfundurinn lýsti því yfir að ekki komi til greina að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Samþykkt var að breyta heiti tillögunnar í Félagshyggja til framtíðar og með henni samþykkir flokkurinn að stefna ótrauður þátttöku áfram í félagshyggjuríkisstjórn.

Nú er verið að ræða tillögur að ályktunum um umhverfismál á síðasta degi landsfundarins sem fer fram á Nordica hóteli. Í þeim tillögum kemur meðal annars fram að landsfundurinn leggist harðlega gegn öllum áformum um olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Vinnsla olíu sé stórt skref aftur á bak í baráttunni gegn auknum gróðurhúsaáhrifum og stangist á við yfirlýst markmið stjórnvalda að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×