Innlent

Lækka eigi áfengiskaupaaldur í átján ár

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær tillögu Sambands ungra sjálfstæðismanna um að áfengiskaupaaldur skuli lækkaður í átján ár. Auk þess skuli selja léttvín og bjór í matvöruverslunum.

Tillagan var hluti af ályktun atvinnuveganefndar og hljóðar svo:

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að heimilt verði að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi líkt og í flestum vestrænum lýðræðisríkjum. Rétt er að hafa í huga að það er ekki hlutverk hins opinbera að reka áfengisverslanir frekar en aðrar verslanir," eins og segir í tillögunni.

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að áfengiskaupaaldur verði lækkaður þannig að 18 ára einstaklingum, sem skv. lögum eru bæði lögráða og fjárráða, verði heimilt að versla áfengi eins og allar aðrar löglegar neysluvörur."

Í tillögunni er minnt á að 18 ára einstaklingar geti gift sig, stofnað til skulda og átt viðskipti með allar aðrar vörur en áfengi. Því sé löngu tímabært að leiðrétta þann mismun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×