"Stundum sökuð um að vera ekki há í loftinu“ 23. febrúar 2013 17:08 Katrín Jakobsdóttir þakkaði flokksfélögum sínum traustið eftir að ljóst varð að hún hefði verið kjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Landsfundi flokksins í dag. „Það kann að vera að ég sé ekki hinn dæmigerði karl í krapinu. Sem betur fer segi ég og vonandi eru fleiri sammála. Ég hef stundum verið sökuð um að vera skrautleg, sökuð um að brosa of mikið, sökuð um að vera ekki há í loftinu, sökuð um að vera ekki nógu róttæk og sökuð um að hrópa ekki nógu hátt. Af þessu er það satt að það eru margir hærri en ég, en ég er reiðubúin til að gera mitt í samvinnu við aðra til að reyna að efla traust á stjórnmálum, til að vinna með fólki og já ég hef sýnt það í verki að ég er reiðubúin til að gera málamiðlanir sem ég tel að skili okkur einhverjum hænufetum áfram í átt að okkar markmiði því að við erum ekki aðeins dæmd af hugsjónum okkar heldur líka þeim málamiðlunum sem við gerum og því hvort þær skila okkur áfram veginn – nær markmiðinu um samfélag jöfnuðar og sjálfbærni, samfélag sem er fyrir fólkið í landinu en ekki aðeins markaður lögaðila sem skipt hafa kökunni á milli sín," sagði Katrín meðal annars í ræðu sinni. Þá nýtti hún tækifærið og þakkaði Steingrími J. Sigfússyni fyrir hans starf sem formaður flokksins undanfarin fjórtán ár. „Ég tek við keflinu af öflugum samherja og góðum vini sem ég virði af öllum hans góðu verkum fyrir málstaðinn. Steingrímur, ég veit að ég tala fyrir hönd allra sem hér eru þegar ég þakka forystuna og hlakka til framhaldsins hvað sem öllu tali um aftursæti og framsæti líður. Vinstri hreyfingin – grænt framboð er rúta!" Katrín kom inná vinnu ríkisstjórns frá hruninu haustið 2008. Þar benti hún á kröftugan vöxt í landsframleiðslu, betri stöðu ríkisstjóðs og hvernig tekist hefði að halda aftur af atvinnuleysi. „Ég ætla hins vegar ekki að standa hér og segja að okkur hafi tekist að ná hinu endanlega markmiði, að byggja hér upp fyrirmyndarsamfélag þar sem lífsgæðum er skipt með réttlátum og jöfnum hætti. Þannig er staðan einfaldlega ekki. Ég ætla ekki heldur að standa hér og eigna okkur Vinstri grænum einum þann árangur sem íslenskt samfélag hefur náð á undanförnum árum. Þetta er hins vegar allt að koma og það sem mest er um vert er að okkur hefði ekki tekist þetta nema vegna þess að við gerðum þetta saman," sagði Katrín og vísaði til allra Íslendinga sem komið hefðu að myndun samfélags hér á Íslandi. Ræðu Katrínar í heild sinni má nálgast hér að neðan. Tengdar fréttir Katrín kjörin með 98% atkvæða Katrín Jakobsdóttir var í dag kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með 245 atkvæðum. Fjórir seðlar voru auðir. 249 greiddu atkvæði og var Katrín því kjörin með 98% atkvæða. Hún sagði að það væri ekki hversdaslegur atburður í lífi neins manns að taka við forystu í stjórnmálaflokki. 23. febrúar 2013 13:41 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir þakkaði flokksfélögum sínum traustið eftir að ljóst varð að hún hefði verið kjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Landsfundi flokksins í dag. „Það kann að vera að ég sé ekki hinn dæmigerði karl í krapinu. Sem betur fer segi ég og vonandi eru fleiri sammála. Ég hef stundum verið sökuð um að vera skrautleg, sökuð um að brosa of mikið, sökuð um að vera ekki há í loftinu, sökuð um að vera ekki nógu róttæk og sökuð um að hrópa ekki nógu hátt. Af þessu er það satt að það eru margir hærri en ég, en ég er reiðubúin til að gera mitt í samvinnu við aðra til að reyna að efla traust á stjórnmálum, til að vinna með fólki og já ég hef sýnt það í verki að ég er reiðubúin til að gera málamiðlanir sem ég tel að skili okkur einhverjum hænufetum áfram í átt að okkar markmiði því að við erum ekki aðeins dæmd af hugsjónum okkar heldur líka þeim málamiðlunum sem við gerum og því hvort þær skila okkur áfram veginn – nær markmiðinu um samfélag jöfnuðar og sjálfbærni, samfélag sem er fyrir fólkið í landinu en ekki aðeins markaður lögaðila sem skipt hafa kökunni á milli sín," sagði Katrín meðal annars í ræðu sinni. Þá nýtti hún tækifærið og þakkaði Steingrími J. Sigfússyni fyrir hans starf sem formaður flokksins undanfarin fjórtán ár. „Ég tek við keflinu af öflugum samherja og góðum vini sem ég virði af öllum hans góðu verkum fyrir málstaðinn. Steingrímur, ég veit að ég tala fyrir hönd allra sem hér eru þegar ég þakka forystuna og hlakka til framhaldsins hvað sem öllu tali um aftursæti og framsæti líður. Vinstri hreyfingin – grænt framboð er rúta!" Katrín kom inná vinnu ríkisstjórns frá hruninu haustið 2008. Þar benti hún á kröftugan vöxt í landsframleiðslu, betri stöðu ríkisstjóðs og hvernig tekist hefði að halda aftur af atvinnuleysi. „Ég ætla hins vegar ekki að standa hér og segja að okkur hafi tekist að ná hinu endanlega markmiði, að byggja hér upp fyrirmyndarsamfélag þar sem lífsgæðum er skipt með réttlátum og jöfnum hætti. Þannig er staðan einfaldlega ekki. Ég ætla ekki heldur að standa hér og eigna okkur Vinstri grænum einum þann árangur sem íslenskt samfélag hefur náð á undanförnum árum. Þetta er hins vegar allt að koma og það sem mest er um vert er að okkur hefði ekki tekist þetta nema vegna þess að við gerðum þetta saman," sagði Katrín og vísaði til allra Íslendinga sem komið hefðu að myndun samfélags hér á Íslandi. Ræðu Katrínar í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Tengdar fréttir Katrín kjörin með 98% atkvæða Katrín Jakobsdóttir var í dag kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með 245 atkvæðum. Fjórir seðlar voru auðir. 249 greiddu atkvæði og var Katrín því kjörin með 98% atkvæða. Hún sagði að það væri ekki hversdaslegur atburður í lífi neins manns að taka við forystu í stjórnmálaflokki. 23. febrúar 2013 13:41 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Katrín kjörin með 98% atkvæða Katrín Jakobsdóttir var í dag kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með 245 atkvæðum. Fjórir seðlar voru auðir. 249 greiddu atkvæði og var Katrín því kjörin með 98% atkvæða. Hún sagði að það væri ekki hversdaslegur atburður í lífi neins manns að taka við forystu í stjórnmálaflokki. 23. febrúar 2013 13:41