Innlent

Blær fær stuðning úr vestri

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar, höfðaði mál á hendur innanríkisráðherra.
Björk Eiðsdóttir, móðir Blævar, höfðaði mál á hendur innanríkisráðherra. Mynd/AB
Stúlkan sem nú berst fyrir því að mega heita Blær hefur fengið skriflega stuðningsyfirlýsingu úr vesturátt.

Frá Norður Karólínu í Bandaríkjunum barst fallegt bréf frá einstaklingi að nafni Patrick, og í bréfinu lýsir hann aðdáun sinni, bæði á nafni Blævar og baráttu hennar fyrir að mega bera það löglega.

„Ég dáist að þér fyrir að bjóða stjórnvöldum birginn og fyrir að berjast gegn þessum óréttlátu reglum," segir í bréfinu, en móðir Blævar, ritstjórinn Björk Eiðsdóttir, höfðaði mál á hendur innanríkisráðherra í kjölfar úrskurðar mannanafnanefndar. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Blær væri karlkynsorð og mætti stúlkan því ekki bera nafnið.

Mál Blævar hefur vakið heimsathygli og hafa fréttamiðlar á borð við CNN, NBC og Fox News fjallað um það. Í bréfinu hvetur Patrick hana til að gefast ekki upp. „Ef allir í Bandaríkjunum væru jafn hugrakkir og þú væri ástandið betra og stjórnvöld ekki svona spillt."

Aðalmeðferð málsins fór fram á mánudag og nú bíður Blær, sem á pappírum heitir Stúlka Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, eftir úrskurði sem hún vonast til að ógildi niðurstöðu mannanafnanefndar.


Tengdar fréttir

Blær er vongóð um viðsnúning

Móðir Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur segir dóttur sína vongóða um að ákvörðun mannanafnanefndar um að synja henni þess að fá að bera nafnið Blær verði hnekkt fyrir dómi.

Aðalmeðferð í máli Blævar

Aðalmeðferð fór fram í máli Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur í dag, en mannanafnanefnd komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Stúlka mætti ekki heita Blær, þar sem um karlkynsorð væri að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×