Innlent

Eldur á fjórðu hæð

Eldur kom upp í íbúð á fjórðu hæð að Garðastræti 11 í miðborg Reykjavíkur á tíunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru allar stöðvar sendar á staðinn en eftir að fyrstu reykkafarar fóru inn var þeim snúið við þar sem eldurinn var minniháttar. Vel gekk að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu. Ekki er vitað hvort að einhver hafi verið í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×