Innlent

Athugasemd við HB-Granda dregin til baka

Fiskistofa hefur dregið til baka athugasemd, sem hún gerði nýverið við HB-Granda, vegna þess að aflahlutdeild fyrirtækisins í heildarkvótanum væri komin yfir 12 prósenta leyfilegt hámark.

Þetta kom stjórnendum HB-Granda í opna skjöldu, þar sem þeir hafa ekki keypt neinn kvóta til sín í að minnstakosti fimm ár.

Á heimasíðu Fiskistofu kemur fram að fyrir mistök hafi aflaheimildir fyrirtækisins í þorski í Barnetnshafi og rækju á Flæmingjagrunni ranglega verið teknar inn í útreikning Fiskistofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×