Innlent

Hver er sjónvarpsmaður ársins 2012?

Frá Edduverðlaunahátíðinni í fyrra. Mynd/Daníel
Frá Edduverðlaunahátíðinni í fyrra. Mynd/Daníel
Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja þann sjónvarpsmann sem þeir telja hafa skarað fram úr á síðasta ári. Hafin er forkosning til Edduverðlauna í flokknum Sjónvarpsmaður ársins og stendur hún til 6. febrúar. Hægt er að kjósa hér fyrir neðan með því að velja einn sjónvarpsmann af listanum og ýta á hnappinn neðst til að kjósa. Á Edduhátíðinni verður síðan kosið milli þeirra fimm efstu úr netkosningunni með símakosningu áhorfenda. Athugið að aðeins eitt atkvæði er tekið gilt frá hverri IP-tölu. Edduverðlaunahátíðin verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 16. febrúar. Þann 30. janúar næstkomandi verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi.Fleiri fréttir

Sjá meira


×