Innlent

Hver er sjónvarpsmaður ársins 2012?

Frá Edduverðlaunahátíðinni í fyrra. Mynd/Daníel
Frá Edduverðlaunahátíðinni í fyrra. Mynd/Daníel

Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja þann sjónvarpsmann sem þeir telja hafa skarað fram úr á síðasta ári. Hafin er forkosning til Edduverðlauna í flokknum Sjónvarpsmaður ársins og stendur hún til 6. febrúar. Hægt er að kjósa hér fyrir neðan með því að velja einn sjónvarpsmann af listanum og ýta á hnappinn neðst til að kjósa. Á Edduhátíðinni verður síðan kosið milli þeirra fimm efstu úr netkosningunni með símakosningu áhorfenda. Athugið að aðeins eitt atkvæði er tekið gilt frá hverri IP-tölu. Edduverðlaunahátíðin verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 16. febrúar. Þann 30. janúar næstkomandi verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.