Innlent

Töluvert dregur úr blæðingum á þjóðvegum

Töluvert dró úr blæðingum á þjóðvegum vestanlands og norðan í gær, sérstaklega þar sem verst var í Húnavatnssýslunum, að sögn Vegagerðarinnar.

Starfsmenn hennar munu áfram vinna að hreinsun tjöruköggla af vegum og enn er brýnt fyrir ökumönnum að sýna sérstaka aðgæslu þegar bílar mætast, svo kögglar undan örðum bílnum skelli ekki á hinum.

Upplýsingafultrúi Vegagerðarinnar segir að það eigi að skýrast í dag, hver beri það tjón, sem hefur orðið á þó nokkrum bílum vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×