Innlent

Töluvert meiri afli í norska loðnuskipinu en gefið var upp

Töluvert meiri loðnuafli reyndist vera um borð í norsku loðnuskipi en skipstjórinn hafði gefið upp, þegar landað var úr skipinu á Eskifirði í gærkvöldi.

Varðskipsmenn fóru um borð í skipið í fyrrakvöld, þegar það var að leggja af stað heim til Noregs, en þá komu í ljós vísbendingar um að skipstjórinn hefði rangt við og var honum skipað að halda þegar til hafnar, þangað sem varðskipið fylgdi því.

Lögreglurannsókn hófst, en um tíu leitið í gærkvöldi fékk skipið að halda heim til Noregs, en aflinn verður unninn á Eskifirði. Ekki liggur fyrir hvort sýslumaður afgreiddi málið með sekt, eða hvort ákært verður í því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×