Brást sem fyrirmynd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. janúar 2013 07:00 Jón Pálmi Pálsson. Bæjarstjórn Akraness samþykkti samhljóða á þriðjudag bókun þar sem hnykkt er á þeirri afstöðu að Jóni Pálma Pálssyni bæjarritara hafi ekki verið sætt lengur í embætti. Eins og komið hefur fram var samið um starfslok Jóns Pálma fyrr í þessum mánuði eftir að ljóst þótti að hann hefði rukkað mismunandi aðila fyrir sama akstur og nefndarsetur. Meðal annars rukkaði bæjarritarinn Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fyrir að sitja þrjá fundi með bæjarráði Akraness. „Fyrrverandi bæjarritari var næstæðsti embættismaður á skrifstofu bæjarins. Hann bar sem slíkur ríka ábyrgð og trúnaðarskyldur í stjórnsýslu og innra eftirliti með rekstri sveitarfélagsins og átti því að vera til fyrirmyndar í öllum störfum sínum fyrir bæjarfélagið," segir í bókun sem allir bæjarfulltrúarnir níu samþykktu á þriðjudag. Þá var jafnframt samþykktur starfslokasamningur sem tryggir Jóni laun út árið 2013. Áður en bæjarstjórnin tók ákvörðun um framtíð Jóns Pálma í starfi fékk hann svigrúm til andmæla. Í skýringum lögmanns hans kemur fram að Jón Pálmi hafi áður fyrr haft fasta greiðslu hjá Akranesbæ fyrir akstur. Í júní 2010 hafi verið teknar upp akstursgreiðslur samkvæmt dagbók. Þá hafi Jón Pálmi hætt að innheimta greiðslur fyrir innanbæjarakstur. Því sé „fráleitt að ætla að hann hafi vísvitandi innheimt meira en honum bar vegna annars aksturs," segir lögmaðurinn. Í bókun bæjarstjórnarinnar er ítrekað að Jón Pálmi hafi brotið gegn starfsskyldum sínum. „Hann fór á svig við gildandi reglur bæjarfélagsins um greiðslur fyrir bifreiðaafnot og starf í nefndum, krafði og lét fleiri en einn aðila greiða sér vegna sömu tilefna og braut þannig reglur sem hann sjálfur skyldi hafa forystu um að viðhalda og virða," segir bæjarstjórnin. Jón endurgreiddi bænum 229 þúsund krónur sem hann taldi reyndar sjálfur að hefðu verið ofreiknaðar „meðal annars fyrir hans mistök". Bæjarstjórnin segir að það hafi hann gert „að eigin frumkvæði og án þess að sú upphæð væri borin undir bæjaryfirvöld eða aðra sem áttu hlut að máli". Þó að lögmaður Jóns Pálma segði meðferð bæjarins á málinu „fordæmalausa" og „ekki í nokkru samhengi við alvarleika málsins" vildi hann að málið yrði látið kyrrt liggja. „Telur Jón Pálmi rétt að hann gangi til starfa sinna sem bæjarritari og aðilar komi sér saman um að upplýsa opinberlega að skoðun á málinu hafi ekki leitt í ljós neitt sem gefi tilefni til frekari aðgerða." Bæjarstjórnin segir málið hins vegar alvarlegt brot á því trausti sem æðstu yfirmenn bæjarfélagsins verði að njóta. „Slíkur trúnaðarbrestur hlaut því að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi embættismann." Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Bæjarstjórn Akraness samþykkti samhljóða á þriðjudag bókun þar sem hnykkt er á þeirri afstöðu að Jóni Pálma Pálssyni bæjarritara hafi ekki verið sætt lengur í embætti. Eins og komið hefur fram var samið um starfslok Jóns Pálma fyrr í þessum mánuði eftir að ljóst þótti að hann hefði rukkað mismunandi aðila fyrir sama akstur og nefndarsetur. Meðal annars rukkaði bæjarritarinn Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fyrir að sitja þrjá fundi með bæjarráði Akraness. „Fyrrverandi bæjarritari var næstæðsti embættismaður á skrifstofu bæjarins. Hann bar sem slíkur ríka ábyrgð og trúnaðarskyldur í stjórnsýslu og innra eftirliti með rekstri sveitarfélagsins og átti því að vera til fyrirmyndar í öllum störfum sínum fyrir bæjarfélagið," segir í bókun sem allir bæjarfulltrúarnir níu samþykktu á þriðjudag. Þá var jafnframt samþykktur starfslokasamningur sem tryggir Jóni laun út árið 2013. Áður en bæjarstjórnin tók ákvörðun um framtíð Jóns Pálma í starfi fékk hann svigrúm til andmæla. Í skýringum lögmanns hans kemur fram að Jón Pálmi hafi áður fyrr haft fasta greiðslu hjá Akranesbæ fyrir akstur. Í júní 2010 hafi verið teknar upp akstursgreiðslur samkvæmt dagbók. Þá hafi Jón Pálmi hætt að innheimta greiðslur fyrir innanbæjarakstur. Því sé „fráleitt að ætla að hann hafi vísvitandi innheimt meira en honum bar vegna annars aksturs," segir lögmaðurinn. Í bókun bæjarstjórnarinnar er ítrekað að Jón Pálmi hafi brotið gegn starfsskyldum sínum. „Hann fór á svig við gildandi reglur bæjarfélagsins um greiðslur fyrir bifreiðaafnot og starf í nefndum, krafði og lét fleiri en einn aðila greiða sér vegna sömu tilefna og braut þannig reglur sem hann sjálfur skyldi hafa forystu um að viðhalda og virða," segir bæjarstjórnin. Jón endurgreiddi bænum 229 þúsund krónur sem hann taldi reyndar sjálfur að hefðu verið ofreiknaðar „meðal annars fyrir hans mistök". Bæjarstjórnin segir að það hafi hann gert „að eigin frumkvæði og án þess að sú upphæð væri borin undir bæjaryfirvöld eða aðra sem áttu hlut að máli". Þó að lögmaður Jóns Pálma segði meðferð bæjarins á málinu „fordæmalausa" og „ekki í nokkru samhengi við alvarleika málsins" vildi hann að málið yrði látið kyrrt liggja. „Telur Jón Pálmi rétt að hann gangi til starfa sinna sem bæjarritari og aðilar komi sér saman um að upplýsa opinberlega að skoðun á málinu hafi ekki leitt í ljós neitt sem gefi tilefni til frekari aðgerða." Bæjarstjórnin segir málið hins vegar alvarlegt brot á því trausti sem æðstu yfirmenn bæjarfélagsins verði að njóta. „Slíkur trúnaðarbrestur hlaut því að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi embættismann."
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira