Innlent

Bjargað úr ísköldum sjónum

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Karlmanni var bjargað úr sjónum, rétt utan við Snorrabraut í Reykjavík, um tíuleytið í kvöld.

Fjölmennt lið viðbragðsaðila á sjúkrabílum, slökkviliðsbíl og kafarabíl frá slökkviliðinu var kallað á staðinn til að bjarga manninum.


Þegar að var komið hafði bátur, sem var í nágrenninu, komið manninum til aðstoðar. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en ekki er vitað um líðan hans.

Ekki er heldur vitað á þessari stundu hvernig það vildi til að maðurinn fór í sjóinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×